Heildartekjur langt undir lágmarki almannatrygginga Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 3. október 2013 06:00 Stækkandi hópur öryrkja fær skertar örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum vegna tímabundinnar búsetu erlendis áður en örorkumat fer fram. Samkvæmt svari velferðarráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns um búsetuland og greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega fengu á síðasta ári 686 einstaklingar skertar örorkubætur vegna búsetu erlendis. Það eru um 4,5% örorkulífeyrisþega, sem fá greiðslur frá almannatryggingum. Frá árinu 2009 hafði fjölgað í þessum hópi úr 402 einstaklingum í 686 og er þá átt við öryrkja búsetta hér á landi. Tryggingastofnun ríkisins (TR) bendir þessu fólki á að kanna rétt á lífeyrisgreiðslum frá fyrra búseturíki. Það vekur upp spurningarnar: Hversu stórt hlutfall lífeyrisþega í þessari stöðu fær greiðslur erlendis frá? Hvernig er skipting heildartekna hjá örorkulífeyrisþegum með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis?Engar greiðslur Í ofangreindu svari velferðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi kemur fram að árið 2012 fengu 579 einstaklingar, af þeim 686 öryrkjum með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis, engan lífeyri frá fyrra búsetulandi, eða 84,4%. Samningar sem taka til almannatrygginga eru í gildi við ákveðin ríki, s.s. aðildarríki EES. Þrátt fyrir milliríkjasamninga fengu, á árinu 2012, tæp 78% þeirra sem bjuggu áður í ríki sem samningur er í gildi við, engar greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að öryrkjar fá ekki greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi, m.a. þær að fólk bíður ákvörðunar eða hefur fengið synjun um örorkumat erlendis frá. Hluti öryrkja í þessum hópi hefur auk þess enga möguleika á að sækja um örorkugreiðslur frá fyrra búsetulandi og á það sérstaklega við þá sem hafa verið búsettir í löndum utan EES-svæðisins.Undir framfærsluviðmiði Af svari velferðarráðherra við fyrirspurn um búsetuland og greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega má greina að árið 2012 var rúmlega þriðjungur hópsins, eða 241 einstaklingur, með heildartekjur undir 170.000 kr. Á sama tíma var lágmarksframfærsluviðmið TR fyrir einstakling sem býr með öðrum fullorðnum 174.946 kr. (fyrir skatt). 33 öryrkjar voru til að mynda með heildartekjur undir 80.000 kr. (fyrir skatt). Í töflunni hér fyrir neðan má sjá nánari sundurliðun. Fjöldi örorkulífeyrisþega með heildartekjur eftir tekjuflokkum Tekjuflokkar 2012 0 - 79.999 kr. 33 80.000 -99.999 kr. 14 100.000 – 129.999 kr. 29 130.000 – 149.999 kr. 57 150.000 – 169.999 kr. 108 170.000 – 189.999 kr. 132 190.000 – 209.999 kr. 100 210.000 kr. eða hærri 213 Tölur fyrir nóvember 2012. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þessir einstaklingar geta þurft að lifa á þessum skertu tekjum árum og áratugum saman. Inni í tölunni fyrir heildartekjur eru allar skattskyldar tekjur, þar á meðal bætur frá opinberum aðilum, s.s. fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ef heildartekjurnar eru lægri en sú fjárhagsaðstoð sem sveitarfélagið veitir á hverjum stað (grunnfjárhæð), geta einhleypir í þessari stöðu fengið viðbót í formi fjárhagsaðstoðar upp að grunnfjárhæðinni. Öryrkjar í þessum hópi sem eiga maka með einhverjar tekjur eru hins vegar háðir maka sínum með framfærslu. Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga eru mjög lágar og eru mismunandi eftir sveitarfélögum, fjárhagsaðstoðinni er ætlað að vera tímabundið neyðarúrræði, en ekki kerfi sem stendur undir framfærslu til lengri tíma.Algjörlega óásættanleg staða Af fjölda þeirra sem fá engar greiðslur frá almannatryggingum fyrra búsetulands má ráða að forsendur þær sem stjórnvöld gefa sér fyrir hlutfallsútreikningi lífeyris eru í flestum tilvikum ekki fyrir hendi. Aðeins mjög lítill hluti örorkulífeyrisþega með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis fær greiðslur frá fyrra búsetulandi vegna örorku. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, við fyrirspurn um lágmarksframfærslu kemur fram að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til framfærslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu. Í frétt á heimasíðu TR dags. 13.9.2012 segir: „Sérstök uppbót til framfærslu tryggir lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði… Reglugerðin var sett…vegna þess að það var mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega…“ Því miður er það ekki svo að öllum lífeyrisþegum sé tryggð lágmarksframfærsla sökum þess að sérstök uppbót til framfærslu er einnig skert vegna búsetu erlendis. Núverandi fyrirkomulag, og sú erfiða staða sem því fylgir, er algjörlega óásættanlegt og verður að leiðrétta strax og afturvirkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Stækkandi hópur öryrkja fær skertar örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum vegna tímabundinnar búsetu erlendis áður en örorkumat fer fram. Samkvæmt svari velferðarráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns um búsetuland og greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega fengu á síðasta ári 686 einstaklingar skertar örorkubætur vegna búsetu erlendis. Það eru um 4,5% örorkulífeyrisþega, sem fá greiðslur frá almannatryggingum. Frá árinu 2009 hafði fjölgað í þessum hópi úr 402 einstaklingum í 686 og er þá átt við öryrkja búsetta hér á landi. Tryggingastofnun ríkisins (TR) bendir þessu fólki á að kanna rétt á lífeyrisgreiðslum frá fyrra búseturíki. Það vekur upp spurningarnar: Hversu stórt hlutfall lífeyrisþega í þessari stöðu fær greiðslur erlendis frá? Hvernig er skipting heildartekna hjá örorkulífeyrisþegum með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis?Engar greiðslur Í ofangreindu svari velferðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi kemur fram að árið 2012 fengu 579 einstaklingar, af þeim 686 öryrkjum með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis, engan lífeyri frá fyrra búsetulandi, eða 84,4%. Samningar sem taka til almannatrygginga eru í gildi við ákveðin ríki, s.s. aðildarríki EES. Þrátt fyrir milliríkjasamninga fengu, á árinu 2012, tæp 78% þeirra sem bjuggu áður í ríki sem samningur er í gildi við, engar greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að öryrkjar fá ekki greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi, m.a. þær að fólk bíður ákvörðunar eða hefur fengið synjun um örorkumat erlendis frá. Hluti öryrkja í þessum hópi hefur auk þess enga möguleika á að sækja um örorkugreiðslur frá fyrra búsetulandi og á það sérstaklega við þá sem hafa verið búsettir í löndum utan EES-svæðisins.Undir framfærsluviðmiði Af svari velferðarráðherra við fyrirspurn um búsetuland og greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega má greina að árið 2012 var rúmlega þriðjungur hópsins, eða 241 einstaklingur, með heildartekjur undir 170.000 kr. Á sama tíma var lágmarksframfærsluviðmið TR fyrir einstakling sem býr með öðrum fullorðnum 174.946 kr. (fyrir skatt). 33 öryrkjar voru til að mynda með heildartekjur undir 80.000 kr. (fyrir skatt). Í töflunni hér fyrir neðan má sjá nánari sundurliðun. Fjöldi örorkulífeyrisþega með heildartekjur eftir tekjuflokkum Tekjuflokkar 2012 0 - 79.999 kr. 33 80.000 -99.999 kr. 14 100.000 – 129.999 kr. 29 130.000 – 149.999 kr. 57 150.000 – 169.999 kr. 108 170.000 – 189.999 kr. 132 190.000 – 209.999 kr. 100 210.000 kr. eða hærri 213 Tölur fyrir nóvember 2012. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þessir einstaklingar geta þurft að lifa á þessum skertu tekjum árum og áratugum saman. Inni í tölunni fyrir heildartekjur eru allar skattskyldar tekjur, þar á meðal bætur frá opinberum aðilum, s.s. fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ef heildartekjurnar eru lægri en sú fjárhagsaðstoð sem sveitarfélagið veitir á hverjum stað (grunnfjárhæð), geta einhleypir í þessari stöðu fengið viðbót í formi fjárhagsaðstoðar upp að grunnfjárhæðinni. Öryrkjar í þessum hópi sem eiga maka með einhverjar tekjur eru hins vegar háðir maka sínum með framfærslu. Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga eru mjög lágar og eru mismunandi eftir sveitarfélögum, fjárhagsaðstoðinni er ætlað að vera tímabundið neyðarúrræði, en ekki kerfi sem stendur undir framfærslu til lengri tíma.Algjörlega óásættanleg staða Af fjölda þeirra sem fá engar greiðslur frá almannatryggingum fyrra búsetulands má ráða að forsendur þær sem stjórnvöld gefa sér fyrir hlutfallsútreikningi lífeyris eru í flestum tilvikum ekki fyrir hendi. Aðeins mjög lítill hluti örorkulífeyrisþega með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis fær greiðslur frá fyrra búsetulandi vegna örorku. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, við fyrirspurn um lágmarksframfærslu kemur fram að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til framfærslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu. Í frétt á heimasíðu TR dags. 13.9.2012 segir: „Sérstök uppbót til framfærslu tryggir lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði… Reglugerðin var sett…vegna þess að það var mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega…“ Því miður er það ekki svo að öllum lífeyrisþegum sé tryggð lágmarksframfærsla sökum þess að sérstök uppbót til framfærslu er einnig skert vegna búsetu erlendis. Núverandi fyrirkomulag, og sú erfiða staða sem því fylgir, er algjörlega óásættanlegt og verður að leiðrétta strax og afturvirkt.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun