Heildartekjur langt undir lágmarki almannatrygginga Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 3. október 2013 06:00 Stækkandi hópur öryrkja fær skertar örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum vegna tímabundinnar búsetu erlendis áður en örorkumat fer fram. Samkvæmt svari velferðarráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns um búsetuland og greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega fengu á síðasta ári 686 einstaklingar skertar örorkubætur vegna búsetu erlendis. Það eru um 4,5% örorkulífeyrisþega, sem fá greiðslur frá almannatryggingum. Frá árinu 2009 hafði fjölgað í þessum hópi úr 402 einstaklingum í 686 og er þá átt við öryrkja búsetta hér á landi. Tryggingastofnun ríkisins (TR) bendir þessu fólki á að kanna rétt á lífeyrisgreiðslum frá fyrra búseturíki. Það vekur upp spurningarnar: Hversu stórt hlutfall lífeyrisþega í þessari stöðu fær greiðslur erlendis frá? Hvernig er skipting heildartekna hjá örorkulífeyrisþegum með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis?Engar greiðslur Í ofangreindu svari velferðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi kemur fram að árið 2012 fengu 579 einstaklingar, af þeim 686 öryrkjum með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis, engan lífeyri frá fyrra búsetulandi, eða 84,4%. Samningar sem taka til almannatrygginga eru í gildi við ákveðin ríki, s.s. aðildarríki EES. Þrátt fyrir milliríkjasamninga fengu, á árinu 2012, tæp 78% þeirra sem bjuggu áður í ríki sem samningur er í gildi við, engar greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að öryrkjar fá ekki greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi, m.a. þær að fólk bíður ákvörðunar eða hefur fengið synjun um örorkumat erlendis frá. Hluti öryrkja í þessum hópi hefur auk þess enga möguleika á að sækja um örorkugreiðslur frá fyrra búsetulandi og á það sérstaklega við þá sem hafa verið búsettir í löndum utan EES-svæðisins.Undir framfærsluviðmiði Af svari velferðarráðherra við fyrirspurn um búsetuland og greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega má greina að árið 2012 var rúmlega þriðjungur hópsins, eða 241 einstaklingur, með heildartekjur undir 170.000 kr. Á sama tíma var lágmarksframfærsluviðmið TR fyrir einstakling sem býr með öðrum fullorðnum 174.946 kr. (fyrir skatt). 33 öryrkjar voru til að mynda með heildartekjur undir 80.000 kr. (fyrir skatt). Í töflunni hér fyrir neðan má sjá nánari sundurliðun. Fjöldi örorkulífeyrisþega með heildartekjur eftir tekjuflokkum Tekjuflokkar 2012 0 - 79.999 kr. 33 80.000 -99.999 kr. 14 100.000 – 129.999 kr. 29 130.000 – 149.999 kr. 57 150.000 – 169.999 kr. 108 170.000 – 189.999 kr. 132 190.000 – 209.999 kr. 100 210.000 kr. eða hærri 213 Tölur fyrir nóvember 2012. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þessir einstaklingar geta þurft að lifa á þessum skertu tekjum árum og áratugum saman. Inni í tölunni fyrir heildartekjur eru allar skattskyldar tekjur, þar á meðal bætur frá opinberum aðilum, s.s. fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ef heildartekjurnar eru lægri en sú fjárhagsaðstoð sem sveitarfélagið veitir á hverjum stað (grunnfjárhæð), geta einhleypir í þessari stöðu fengið viðbót í formi fjárhagsaðstoðar upp að grunnfjárhæðinni. Öryrkjar í þessum hópi sem eiga maka með einhverjar tekjur eru hins vegar háðir maka sínum með framfærslu. Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga eru mjög lágar og eru mismunandi eftir sveitarfélögum, fjárhagsaðstoðinni er ætlað að vera tímabundið neyðarúrræði, en ekki kerfi sem stendur undir framfærslu til lengri tíma.Algjörlega óásættanleg staða Af fjölda þeirra sem fá engar greiðslur frá almannatryggingum fyrra búsetulands má ráða að forsendur þær sem stjórnvöld gefa sér fyrir hlutfallsútreikningi lífeyris eru í flestum tilvikum ekki fyrir hendi. Aðeins mjög lítill hluti örorkulífeyrisþega með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis fær greiðslur frá fyrra búsetulandi vegna örorku. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, við fyrirspurn um lágmarksframfærslu kemur fram að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til framfærslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu. Í frétt á heimasíðu TR dags. 13.9.2012 segir: „Sérstök uppbót til framfærslu tryggir lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði… Reglugerðin var sett…vegna þess að það var mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega…“ Því miður er það ekki svo að öllum lífeyrisþegum sé tryggð lágmarksframfærsla sökum þess að sérstök uppbót til framfærslu er einnig skert vegna búsetu erlendis. Núverandi fyrirkomulag, og sú erfiða staða sem því fylgir, er algjörlega óásættanlegt og verður að leiðrétta strax og afturvirkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Stækkandi hópur öryrkja fær skertar örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum vegna tímabundinnar búsetu erlendis áður en örorkumat fer fram. Samkvæmt svari velferðarráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns um búsetuland og greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega fengu á síðasta ári 686 einstaklingar skertar örorkubætur vegna búsetu erlendis. Það eru um 4,5% örorkulífeyrisþega, sem fá greiðslur frá almannatryggingum. Frá árinu 2009 hafði fjölgað í þessum hópi úr 402 einstaklingum í 686 og er þá átt við öryrkja búsetta hér á landi. Tryggingastofnun ríkisins (TR) bendir þessu fólki á að kanna rétt á lífeyrisgreiðslum frá fyrra búseturíki. Það vekur upp spurningarnar: Hversu stórt hlutfall lífeyrisþega í þessari stöðu fær greiðslur erlendis frá? Hvernig er skipting heildartekna hjá örorkulífeyrisþegum með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis?Engar greiðslur Í ofangreindu svari velferðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi kemur fram að árið 2012 fengu 579 einstaklingar, af þeim 686 öryrkjum með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis, engan lífeyri frá fyrra búsetulandi, eða 84,4%. Samningar sem taka til almannatrygginga eru í gildi við ákveðin ríki, s.s. aðildarríki EES. Þrátt fyrir milliríkjasamninga fengu, á árinu 2012, tæp 78% þeirra sem bjuggu áður í ríki sem samningur er í gildi við, engar greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að öryrkjar fá ekki greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi, m.a. þær að fólk bíður ákvörðunar eða hefur fengið synjun um örorkumat erlendis frá. Hluti öryrkja í þessum hópi hefur auk þess enga möguleika á að sækja um örorkugreiðslur frá fyrra búsetulandi og á það sérstaklega við þá sem hafa verið búsettir í löndum utan EES-svæðisins.Undir framfærsluviðmiði Af svari velferðarráðherra við fyrirspurn um búsetuland og greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega má greina að árið 2012 var rúmlega þriðjungur hópsins, eða 241 einstaklingur, með heildartekjur undir 170.000 kr. Á sama tíma var lágmarksframfærsluviðmið TR fyrir einstakling sem býr með öðrum fullorðnum 174.946 kr. (fyrir skatt). 33 öryrkjar voru til að mynda með heildartekjur undir 80.000 kr. (fyrir skatt). Í töflunni hér fyrir neðan má sjá nánari sundurliðun. Fjöldi örorkulífeyrisþega með heildartekjur eftir tekjuflokkum Tekjuflokkar 2012 0 - 79.999 kr. 33 80.000 -99.999 kr. 14 100.000 – 129.999 kr. 29 130.000 – 149.999 kr. 57 150.000 – 169.999 kr. 108 170.000 – 189.999 kr. 132 190.000 – 209.999 kr. 100 210.000 kr. eða hærri 213 Tölur fyrir nóvember 2012. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þessir einstaklingar geta þurft að lifa á þessum skertu tekjum árum og áratugum saman. Inni í tölunni fyrir heildartekjur eru allar skattskyldar tekjur, þar á meðal bætur frá opinberum aðilum, s.s. fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ef heildartekjurnar eru lægri en sú fjárhagsaðstoð sem sveitarfélagið veitir á hverjum stað (grunnfjárhæð), geta einhleypir í þessari stöðu fengið viðbót í formi fjárhagsaðstoðar upp að grunnfjárhæðinni. Öryrkjar í þessum hópi sem eiga maka með einhverjar tekjur eru hins vegar háðir maka sínum með framfærslu. Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga eru mjög lágar og eru mismunandi eftir sveitarfélögum, fjárhagsaðstoðinni er ætlað að vera tímabundið neyðarúrræði, en ekki kerfi sem stendur undir framfærslu til lengri tíma.Algjörlega óásættanleg staða Af fjölda þeirra sem fá engar greiðslur frá almannatryggingum fyrra búsetulands má ráða að forsendur þær sem stjórnvöld gefa sér fyrir hlutfallsútreikningi lífeyris eru í flestum tilvikum ekki fyrir hendi. Aðeins mjög lítill hluti örorkulífeyrisþega með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis fær greiðslur frá fyrra búsetulandi vegna örorku. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, við fyrirspurn um lágmarksframfærslu kemur fram að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til framfærslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu. Í frétt á heimasíðu TR dags. 13.9.2012 segir: „Sérstök uppbót til framfærslu tryggir lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði… Reglugerðin var sett…vegna þess að það var mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega…“ Því miður er það ekki svo að öllum lífeyrisþegum sé tryggð lágmarksframfærsla sökum þess að sérstök uppbót til framfærslu er einnig skert vegna búsetu erlendis. Núverandi fyrirkomulag, og sú erfiða staða sem því fylgir, er algjörlega óásættanlegt og verður að leiðrétta strax og afturvirkt.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun