Hulunni svipt af ókunnugu fólki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2013 09:00 Bragi og Sóley eru óhrædd við að stöðva fólk á fötunni og spyrja það spjörunum úr. Fréttablaðið/GVA Bragi Brynjarsson og Sóley Georgsdóttir hafa óseðjandi áhuga á fólki og sögunum sem það hefur að geyma. Þau eru fólkið á bak við síðuna Humans of Reykjavík sem varpar öðru vísi ljósi á fólk á förnum vegi í máli og myndum. „Þessi hugmynd kemur frá sambærilegu verkefni sem heitir Humans of New York. Ljósmyndarinn Brandon Stanton byrjaði á því verkefni árið 2010 en verkefnið fólst í því að taka myndir af fólki á götum New York-borgar. Þar er náttúrulega alls konar fólk og Brandon fær marga til að segja sér ýmislegt persónulegt sem hann svo deilir á Facebok-síðu sinni. Þetta náði síðan miklum vinsældum og eru sambærilegar síður til um heim allan,“ segir Bragi Brynjarsson. Hann vildi feta í fótspor Brandons og rakst á Sóleyju Georgsdóttur sem var í svipuðum hugleiðingum. Þau sameinuðu krafta sína í eitt verkefni sem heitir Humans of Reykjavík. Þau byrjuðu að vinna saman fyrir þremur vikum og hefur verkefnið vakið mikla athygli. Verkefnið felst í því að Bragi og Sóley vappa um götur borgarinnar með myndavél að vopni, taka myndir af fólki á förnum vegi og spyrja það spurninga. Á hverjum degi birta þau afraksturinn á Facebook-síðu verkefnisins. „Við höfum bæði gríðarlegan áhuga á fólki. Ég er mikil félagsvera og hef mikinn áhuga á sögum, hvort sem þær er að finna í bókum, kvikmyndagerð eða í fólki sjálfu. Allir hafa sína sérstöku sögu að segja. Í örskamma stund fáum við að svipta hulunni af ókunnugri manneskju í þessu verkefni okkar. Sagan samsvarar sér ekki alltaf ímyndinni sem maður fær við fyrstu sýn. Maður horfir á ljósmyndina, les textann og kíkir svo aftur á ljósmyndina. Þá sér maður manneskjuna í allt öðru ljósi. Það sem við viljum helst vekja athygli á er að allt þetta fólk sem strunsar framhjá okkur út um allan bæ er með hjarta og heila, tilfinningar og hugsanir. Mikið af samskiptum okkar við ókunnuga eru heldur neikvætt en við viljum birta jákvæðari mynd af fólki sem myndar samfélagið,“ segir Bragi og bætir við að Íslendingar séu varkárir þegar kemur að því að svara ágengum spurningum um sig sjálfa. „Íslendingar eru oft mjög lokaðir og vilja ekki deila persónulegum hlutum sem eru síðan birtir á netinu. Í New York búa milljónir manna og miklar líkur á að þeir sem þú þekkir sjái ekki myndina af þér né það sem þú lætur hafa eftir þér. Því er þveröfugt farið hér.“ Verkefnið er drifið áfram af mikilli ástríðu en Bragi og Sóley eru með háleit markmið fyrir framtíðina. „Við erum með alls konar hugmyndir og viljum jafnvel blanda myndskeiðum og öðrum birtingarmyndum saman við ljósmyndirnar. Við vonum að þetta stækki í framtíðinni en við skrifum bæði á íslensku og ensku því við viljum bæði að allir Íslendingar hafi aðgang að þessu og að útlendingar sjái hvernig fólk býr hér á landi. Þó að verkefnið heiti Humans of Reykjavík langar okkur til dæmis að fara út á land næsta sumar því auðvitað er líka fullt af merkilegu fólki sem býr úti á landsbyggðinni.“ Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik. Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Bragi Brynjarsson og Sóley Georgsdóttir hafa óseðjandi áhuga á fólki og sögunum sem það hefur að geyma. Þau eru fólkið á bak við síðuna Humans of Reykjavík sem varpar öðru vísi ljósi á fólk á förnum vegi í máli og myndum. „Þessi hugmynd kemur frá sambærilegu verkefni sem heitir Humans of New York. Ljósmyndarinn Brandon Stanton byrjaði á því verkefni árið 2010 en verkefnið fólst í því að taka myndir af fólki á götum New York-borgar. Þar er náttúrulega alls konar fólk og Brandon fær marga til að segja sér ýmislegt persónulegt sem hann svo deilir á Facebok-síðu sinni. Þetta náði síðan miklum vinsældum og eru sambærilegar síður til um heim allan,“ segir Bragi Brynjarsson. Hann vildi feta í fótspor Brandons og rakst á Sóleyju Georgsdóttur sem var í svipuðum hugleiðingum. Þau sameinuðu krafta sína í eitt verkefni sem heitir Humans of Reykjavík. Þau byrjuðu að vinna saman fyrir þremur vikum og hefur verkefnið vakið mikla athygli. Verkefnið felst í því að Bragi og Sóley vappa um götur borgarinnar með myndavél að vopni, taka myndir af fólki á förnum vegi og spyrja það spurninga. Á hverjum degi birta þau afraksturinn á Facebook-síðu verkefnisins. „Við höfum bæði gríðarlegan áhuga á fólki. Ég er mikil félagsvera og hef mikinn áhuga á sögum, hvort sem þær er að finna í bókum, kvikmyndagerð eða í fólki sjálfu. Allir hafa sína sérstöku sögu að segja. Í örskamma stund fáum við að svipta hulunni af ókunnugri manneskju í þessu verkefni okkar. Sagan samsvarar sér ekki alltaf ímyndinni sem maður fær við fyrstu sýn. Maður horfir á ljósmyndina, les textann og kíkir svo aftur á ljósmyndina. Þá sér maður manneskjuna í allt öðru ljósi. Það sem við viljum helst vekja athygli á er að allt þetta fólk sem strunsar framhjá okkur út um allan bæ er með hjarta og heila, tilfinningar og hugsanir. Mikið af samskiptum okkar við ókunnuga eru heldur neikvætt en við viljum birta jákvæðari mynd af fólki sem myndar samfélagið,“ segir Bragi og bætir við að Íslendingar séu varkárir þegar kemur að því að svara ágengum spurningum um sig sjálfa. „Íslendingar eru oft mjög lokaðir og vilja ekki deila persónulegum hlutum sem eru síðan birtir á netinu. Í New York búa milljónir manna og miklar líkur á að þeir sem þú þekkir sjái ekki myndina af þér né það sem þú lætur hafa eftir þér. Því er þveröfugt farið hér.“ Verkefnið er drifið áfram af mikilli ástríðu en Bragi og Sóley eru með háleit markmið fyrir framtíðina. „Við erum með alls konar hugmyndir og viljum jafnvel blanda myndskeiðum og öðrum birtingarmyndum saman við ljósmyndirnar. Við vonum að þetta stækki í framtíðinni en við skrifum bæði á íslensku og ensku því við viljum bæði að allir Íslendingar hafi aðgang að þessu og að útlendingar sjái hvernig fólk býr hér á landi. Þó að verkefnið heiti Humans of Reykjavík langar okkur til dæmis að fara út á land næsta sumar því auðvitað er líka fullt af merkilegu fólki sem býr úti á landsbyggðinni.“ Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik.
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira