Flokksmenn velja fjóra efstu fulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2013 11:21 Mikil samstaða var um Dag B. Eggertsson til áframhaldandi setu í leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. mynd/daníel Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti með naumum meirihluta á fundi í gærkvöldi að fjórir efstu fulltrúar flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, verði valdir í flokksvali. Ekki náðist samstaða um það innan stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar hvaða leið skyldi farin við val á fulltrúum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor og því lagði stjórnin til að valið yrði milli tveggja leiða á fundi í gærkvöldi. Annars vegar uppstillingu og hins vegar flokksvali, þar sem félagar í flokksfélögum í Reykjavík velja fulltrúa í fjögur efstu sætin. Arnar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi frjálslyndra jafnaðarmanna í fulltrúaráðinu var einn talsmanna flokksvalsins til að tryggja beina aðkomu flokksmanna að fulltrúavalinu, en 62 greiddu þeirri tillögu atkvæði en 58 studdu uppstillingu.Vel var mætt á fund Samfylkingarinnar í Reykjavík í gærkvöldi og fylgdist fyrrverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra vel með því sem fram fór.mynd/daníel„Þar sem fannst ekki leið til að vera líkleg til að vera nógu skýr, fyrirsjánleg og líkleg til að skapa sátt um bæði framkvæmd og niðurstöðu, var það bein tillaga stjórnar að lagðar yrðu fram tvær tillögur og kosið á milli og það var tillaga stjórnarinnar í heild,“ segir Arnar. Arnar heldur að sátt verði um þessa niðurstöðu þótt mjótt hafi verið á mununum í atkvæðagreiðslunni. Þannig að nú geta allir samfylkingarfélagar í Reykjavík kosið milli frambjóðenda? „Jú í fjögur efstu sætin,“ segir Arnar. Restinni verður síðan stillt upp. Flokksvalið mun fara fram í lok janúar en Dagur B. Eggertsson oddviti flokksins í Reykjavík hefur einn lýst yfir framboði í fyrsta sætið. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi hefur hins vegar ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur, en flokkurinn hefur þrjá borgarfulltrúa í dag. Arnar telur að það verði ekki vandamál að finna álitlegar konur á listann. „Ég held að það verði lúxusvandamál fyrir okkur að þurfa að velja á milli þeirra öflugu kvenna sem gætu haft áhuga á að takast á við þetta verkefni,“ segir Arnar Guðmundsson. Tillaga um að frambjóðendur greiði 50 þúsund krónur fyrir þátttöku í flokksvalinu var felld á fundinum í gærkvöldi. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti með naumum meirihluta á fundi í gærkvöldi að fjórir efstu fulltrúar flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, verði valdir í flokksvali. Ekki náðist samstaða um það innan stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar hvaða leið skyldi farin við val á fulltrúum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor og því lagði stjórnin til að valið yrði milli tveggja leiða á fundi í gærkvöldi. Annars vegar uppstillingu og hins vegar flokksvali, þar sem félagar í flokksfélögum í Reykjavík velja fulltrúa í fjögur efstu sætin. Arnar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi frjálslyndra jafnaðarmanna í fulltrúaráðinu var einn talsmanna flokksvalsins til að tryggja beina aðkomu flokksmanna að fulltrúavalinu, en 62 greiddu þeirri tillögu atkvæði en 58 studdu uppstillingu.Vel var mætt á fund Samfylkingarinnar í Reykjavík í gærkvöldi og fylgdist fyrrverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra vel með því sem fram fór.mynd/daníel„Þar sem fannst ekki leið til að vera líkleg til að vera nógu skýr, fyrirsjánleg og líkleg til að skapa sátt um bæði framkvæmd og niðurstöðu, var það bein tillaga stjórnar að lagðar yrðu fram tvær tillögur og kosið á milli og það var tillaga stjórnarinnar í heild,“ segir Arnar. Arnar heldur að sátt verði um þessa niðurstöðu þótt mjótt hafi verið á mununum í atkvæðagreiðslunni. Þannig að nú geta allir samfylkingarfélagar í Reykjavík kosið milli frambjóðenda? „Jú í fjögur efstu sætin,“ segir Arnar. Restinni verður síðan stillt upp. Flokksvalið mun fara fram í lok janúar en Dagur B. Eggertsson oddviti flokksins í Reykjavík hefur einn lýst yfir framboði í fyrsta sætið. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi hefur hins vegar ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur, en flokkurinn hefur þrjá borgarfulltrúa í dag. Arnar telur að það verði ekki vandamál að finna álitlegar konur á listann. „Ég held að það verði lúxusvandamál fyrir okkur að þurfa að velja á milli þeirra öflugu kvenna sem gætu haft áhuga á að takast á við þetta verkefni,“ segir Arnar Guðmundsson. Tillaga um að frambjóðendur greiði 50 þúsund krónur fyrir þátttöku í flokksvalinu var felld á fundinum í gærkvöldi.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira