Lífið

Stefán Máni er rómantískur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Áhugasvið Stefáns Mána er dökkt og drungalegt.
Áhugasvið Stefáns Mána er dökkt og drungalegt. Fréttablaðið/Valli
„Áhugasvið mitt er bækur um glæpi, ofbeldi og kynlíf. Ég heyri oft að ímynd mín sé hörð. Það virðist ekkert vera að trufla Yrsu og Arnald. Það heldur enginn að þau séu hörð. Höfundar skrifa sögur og fantasera út í loftið. Ég á eftir að skrifa alls konar bækur og er ekki fastur í neinu formi. Ég er með bækur á teikniborðinu sem innihalda krúttlegheit og rómantík en það hangir alltaf eitthvað meira á spýtunni. Ég hef voðalegan áhuga á dramatík og hinu vonda. Það er svo heillandi,“ segir rithöfundurinn Stefán Máni sem gaf nýverið út skáldsöguna Grimmd. Hann segist samt sem áður vera rómantískur maður.

„Ég er klárlega rómantískur maður. Þegar maður vinnur við að fantasera hlýtur maður að vera rómantískur. Ég lifi þó ekki mjög rómantísku lífi.“

Stefán Máni gaf út unglingabókina Úlfshjarta síðasta vor og er hann búinn að selja kvikmyndaréttinn af henni. Þá keypti Reykjavík Studios, með stórleikstjórann Baltasar Kormák fremstan í flokki, réttinn á bókinni Húsinu sem kom út í fyrra.

„Baltasar keypti í raun réttinn á löggunni Herði Grímssyni í Húsinu. Hann kemur líka fyrir í Grimmd en Baltasar á réttinn á öllum bókum með Herði Grímssyni. Sigurjón Kjartansson er væntanlega byrjaður að skrifa handritið og eru hann og framleiðandinn Magnús Viðar með stórt plan í kringum þetta. Vilja gera þríleik í það minnsta. Ég ræð engu en ég fæ alltaf að fylgjast með. Þetta eru mjög spennandi bíópælingar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.