Hættulegt fordæmi Hæstaréttar Elísabet Ingólfsdóttir laganemi skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Ég vil hefja mál mitt með því að leggja áherslu á að þekking mín á lögum og lögfræði kemst ekki í hálfkvisti við reynslu og lagalega þekkingu dómara Hæstaréttar Íslands. Þar af leiðandi verður að taka orð mín með fyrirvara, í samræmi við þá staðreynd. Það sem kom mér á óvart í dómi í máli nr. 521/2012 var sú niðurstaða meirihluta Hæstaréttar, fjögurra dómara, að sá verknaður að stinga fingrum upp í endaþarm brotaþola og leggöng og klemma þar á milli, hafi ekki fallið undir nauðgun í skilningi almennra hegningarlaga. Þá niðurstöðu byggðu dómararnir á þeim rökum að hvatir geranda hafi ekki staðið til kynferðislegrar nautnar. Hæstaréttardómarinn Ingibjörg Benediktsdóttir lagði hins vegar fram sératkvæði í dómnum og taldi þennan verknað falla undir nauðgun í skilningi laganna. Sjálf er ég laganemi á þriðja ári og lærði Hæstaréttardóm núna fyrir jólaprófin sem tók af allan vafa um það að undir ákvæði 1. málsgreinar 194. greinar almennra hegningarlaga falla einnig „önnur kynferðismök", fingur í endaþarm eða leggöng þar með talin. Eins og Ingibjörg tekur réttilega fram kemur þetta einnig skýrt fram í greinargerð með frumvarpi sem varð að breytingarlögum á kynferðisbrotakaflanum en þar segir m.a. [og nú vitna ég beint í sératkvæðið] að hugtakið „önnur kynferðismök" yrði lagt að jöfnu við samræði og bæri að skýra fremur þröngt þannig að átt væri við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju, er kæmi í stað hefðbundins samræðis eða hefði gildi sem slíkt. Væru þetta athafnir sem veittu eða VÆRU ALMENNT TIL ÞESS FALLNAR að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju. Ingibjörg heldur áfram og segir: „Um hugtakið ,önnur kynferðismök' sagði síðan í athugasemdum við frumvarp sem varð að lögum nr. 61/2007 að undir það teldist meðal annars falla sú háttsemi að setja fingur eða hluti í leggöng eða endaþarm. Þetta hefur verið staðfest meðal annars með dómum Hæstaréttar 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009, 16. febrúar 2012 í máli nr. 624/2011 og 16. maí 2012 í máli nr. 572/2011."Hvatir geranda Í dómum þeim sem Ingibjörg vitnar í er að vísu fjallað um hvatir geranda, en sé sakfelling á grundvelli 1. mgr. 194. gr. laganna eingöngu byggð á hvötum geranda þá er aðeins hægt að túlka þetta fordæmi á tvo vegu. Annars vegar þannig að gert sé upp á milli kynferðismaka eftir því hvort um sé að ræða getnaðarlim í leggöng eða eitthvað annað. Hins vegar getur fordæmi Hæstaréttar þýtt að sakfelling í kynferðisbrotamáli sé aldrei tæk nema hvatir geranda hafi staðið til kynferðislegrar nautnar. Báðar niðurstöður eru lagalega ótækar á grundvelli texta ákvæðisins sem og lögskýringargagna með breytingarlögunum. Tilgangur lagabreytingarinnar var að auka refsivernd á þessu sviði afbrota og það að láta hvatir brotamanns alfarið ráða niðurstöðunni getur, að mínu mati, ekki verið í samræmi við vilja löggjafans í þessu tilfelli. Fordæmið þýðir þá í raun að ekki sé nóg með það að sanna þurfi þvinguð kynferðismök heldur þurfi einnig að sanna tilteknar hvatir geranda til að tækt sé að sakfella brotamann og það er ólíðandi og algjörlega í ósamræmi við réttarþróun í kynferðisbrotamálum. Að endingu geri ég ráð fyrir því að flestir hafi kveikt á perunni varðandi kynjahlutföllin í atkvæðagreiðslunni í þessu tiltekna máli. Ég held að löngu sé orðið tímabært að jafna kynjahlutföllin í Hæstarétti Íslands, enda þurfa sjónarmið og reynsluheimur beggja kynja að komast að. Miklu hefur verið áorkað á þingi og í ríkisstjórn þó að enn sé langt í land. Sá hluti ríkisvaldsins sem tilheyrir dómstólum er hins vegar mikill eftirbátur og það er miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ég vil hefja mál mitt með því að leggja áherslu á að þekking mín á lögum og lögfræði kemst ekki í hálfkvisti við reynslu og lagalega þekkingu dómara Hæstaréttar Íslands. Þar af leiðandi verður að taka orð mín með fyrirvara, í samræmi við þá staðreynd. Það sem kom mér á óvart í dómi í máli nr. 521/2012 var sú niðurstaða meirihluta Hæstaréttar, fjögurra dómara, að sá verknaður að stinga fingrum upp í endaþarm brotaþola og leggöng og klemma þar á milli, hafi ekki fallið undir nauðgun í skilningi almennra hegningarlaga. Þá niðurstöðu byggðu dómararnir á þeim rökum að hvatir geranda hafi ekki staðið til kynferðislegrar nautnar. Hæstaréttardómarinn Ingibjörg Benediktsdóttir lagði hins vegar fram sératkvæði í dómnum og taldi þennan verknað falla undir nauðgun í skilningi laganna. Sjálf er ég laganemi á þriðja ári og lærði Hæstaréttardóm núna fyrir jólaprófin sem tók af allan vafa um það að undir ákvæði 1. málsgreinar 194. greinar almennra hegningarlaga falla einnig „önnur kynferðismök", fingur í endaþarm eða leggöng þar með talin. Eins og Ingibjörg tekur réttilega fram kemur þetta einnig skýrt fram í greinargerð með frumvarpi sem varð að breytingarlögum á kynferðisbrotakaflanum en þar segir m.a. [og nú vitna ég beint í sératkvæðið] að hugtakið „önnur kynferðismök" yrði lagt að jöfnu við samræði og bæri að skýra fremur þröngt þannig að átt væri við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju, er kæmi í stað hefðbundins samræðis eða hefði gildi sem slíkt. Væru þetta athafnir sem veittu eða VÆRU ALMENNT TIL ÞESS FALLNAR að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju. Ingibjörg heldur áfram og segir: „Um hugtakið ,önnur kynferðismök' sagði síðan í athugasemdum við frumvarp sem varð að lögum nr. 61/2007 að undir það teldist meðal annars falla sú háttsemi að setja fingur eða hluti í leggöng eða endaþarm. Þetta hefur verið staðfest meðal annars með dómum Hæstaréttar 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009, 16. febrúar 2012 í máli nr. 624/2011 og 16. maí 2012 í máli nr. 572/2011."Hvatir geranda Í dómum þeim sem Ingibjörg vitnar í er að vísu fjallað um hvatir geranda, en sé sakfelling á grundvelli 1. mgr. 194. gr. laganna eingöngu byggð á hvötum geranda þá er aðeins hægt að túlka þetta fordæmi á tvo vegu. Annars vegar þannig að gert sé upp á milli kynferðismaka eftir því hvort um sé að ræða getnaðarlim í leggöng eða eitthvað annað. Hins vegar getur fordæmi Hæstaréttar þýtt að sakfelling í kynferðisbrotamáli sé aldrei tæk nema hvatir geranda hafi staðið til kynferðislegrar nautnar. Báðar niðurstöður eru lagalega ótækar á grundvelli texta ákvæðisins sem og lögskýringargagna með breytingarlögunum. Tilgangur lagabreytingarinnar var að auka refsivernd á þessu sviði afbrota og það að láta hvatir brotamanns alfarið ráða niðurstöðunni getur, að mínu mati, ekki verið í samræmi við vilja löggjafans í þessu tilfelli. Fordæmið þýðir þá í raun að ekki sé nóg með það að sanna þurfi þvinguð kynferðismök heldur þurfi einnig að sanna tilteknar hvatir geranda til að tækt sé að sakfella brotamann og það er ólíðandi og algjörlega í ósamræmi við réttarþróun í kynferðisbrotamálum. Að endingu geri ég ráð fyrir því að flestir hafi kveikt á perunni varðandi kynjahlutföllin í atkvæðagreiðslunni í þessu tiltekna máli. Ég held að löngu sé orðið tímabært að jafna kynjahlutföllin í Hæstarétti Íslands, enda þurfa sjónarmið og reynsluheimur beggja kynja að komast að. Miklu hefur verið áorkað á þingi og í ríkisstjórn þó að enn sé langt í land. Sá hluti ríkisvaldsins sem tilheyrir dómstólum er hins vegar mikill eftirbátur og það er miður.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun