Fótbolti

Vændiskonur lofa fríu kynlífi ef Nígería verður Afríkumeistari

Leikmenn Nígeríu fagna.
Leikmenn Nígeríu fagna.
Það er mikil stemning fyrir knattspyrnulandsliði Nígeríu í heimalandinu enda er liðið komið alla leið í undanúrslit í Afríkukeppninni.

Samtök vændiskvenna í Nígeríu hafa lofað fríu kynlífi í heila viku fari svo að þeirra lið vinni mótið.

Þetta útspil hefur þegar vakið mikla athygli út um allan heim og ofbýður mörgum þessi yfirlýsing vændiskvennanna.

Nígeríska liðið mætir Malí í undanúrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×