Fótbolti

Þeir eru kannski búnir að kaupa svolítið mikið af miðjumönnum

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í Bern
Gylfi Þór Sigurðsson í Bern Mynd / Valli
Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á Stade de Suisse á morgun. Það hefur mikið gengið á hjá félagi hans, Tottenham, upp á síðkastið.

Gareth Bale er farinn til Real Madrid og fjölmargir leikmenn hafa verið fengnir til liðsins í hans stað og þeir eru ansi dýrir margir hverjir. Svo margir að í nokkrum fjölmiðlum var því fleygt fram að Gylfi yrði lánaður. Hvað var að gerast?

„Það var ekkert þannig í gangi. Hvorki hjá mér né Tottenham. Ég hef byrjað þrjá af síðustu fjórum til fimm leikjum. Ég er sáttur við það. Í toppklúbbunum er samt alltaf mikil samkeppni um stöður og ég verð því að berjast fyrir mínu,“ sagði Gylfi en ansi margir leikmenn voru keyptir sem geta spilað sömu stöðu og hann.

„Þeir eru kannski búnir að kaupa svolítið mikið af miðjumönnum,“ sagði Gylfi og glotti við tönn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×