Innlent

Verðandi móðir tvíbura flýr ófærðina

Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða ökumenn á Fjarðarheiði.
Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða ökumenn á Fjarðarheiði.

Víða var vetrarfæri á vegum á Austurlandi í gær og þurftu björgunarsveitarmenn og starfsmenn Vegagerðarinnar að aðstoða marga ökumenn, sem voru að fara yfir Fjarðarheiðina til að ná ferjunni Norrænu á Seyðisfirði.

Það var líka þæfingur í Oddsskarði og Öxi ófær, e vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður á fjallvegum eystra núna með morgninum. Fjarðarheiðin hefur lokast óvenju oft í vetur og valdið óvissuástandi. Þannig hefur til dæmis verðandi móðir tvíbura á Seyðisfirði, flust tímabundið til ættingja á Akureyri til þess að verða ekki innlyksa á Seyðisfriði þegar að fæðingu kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×