Innlent

Nýtt ráðuneyti tekur við á ríkisráðsfundi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nýja ráðuneytið er skipað níu ráðherrum.
Nýja ráðuneytið er skipað níu ráðherrum. Mynd/ GVA.

Nýtt ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar kom til fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan þrjú í dag. Það er skipað, eins og kunnugt er, þingmönnum úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Níu ráðherra skipa nýju ríkisstjórnina, fimm úr Sjálfstæðisflokki og fjórir úr Framsóknarflokki.



Ráðherrarnir eru

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra í velferðarráðuneyti

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í velferðarráðuneyti

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra í atvinnuvegaráðuneyti

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×