Gagnrýndu nýja ríkisstjórn harðlega á Bessastöðum Karen Kjartansdóttir skrifar 23. maí 2013 18:45 Það var annasamur dagur á Bessastöðum í dag þegar stjórnarskiptin gengu í gegn. Dagurinn hófst á því að ráðherrar úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir mættu á ríkisráðsfund. Fráfarandi ríkisstjórn mætti til Bessastaða á ríkisráðsfund klukkan ellefu í morgun. Jóhanna segist hissa á því hve nýr stjórnarsáttmáli virðist óljós og ómarkviss. „Ég minni á það að mín ríkisstjórn setti sér hundrað daga áætlun þegar hún tók við fyrir rúmum fjórum árum síðan, með 48 verkefnum sem hún framkvæmdi flest öll. Ég vona að það verði eins mikill kraftur í þessari ríkisstjórn og þessari sem er að fara frá.“ Hún bætti svo við: „Þeir ætla skipa, tæplega 20 nefndir. Þeir sögðu engar nefndir bara aðgerðir strax þess vegna var ég svolítið hissa á því." Þá sagði Jóhanna að henni þættu það nokkur vonbrigði að sjá ekki meira afgerandi áætlun um hvað eigi að gera í tenglsum við skuldavandamál heimilanna enda hafi margir verið stórorðir um þau í kosningabaráttunni. Steingrímur J. Sigfússon sem mætti til forsetans á sínum gamla Volvó hafði þetta að segja. „Það vantar alla útfærslur og í hann vantar allt um ríkisfjármál og ríkisfjármálaáætlun til næstu ára. Það er nú það sem ég mun horfa mest á, hvernig tekst að halda áætlanir í þeim efnum og það er býsna krefjandi verkefni að skila hallalausum fjárlögum með afgangi á næsta ári.“ Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, segir stefnu nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum loðna eins og annað í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekki eins einfalt og menn tala um því það þarf væntanlega lagabreytingu til. Þingsályktun þessarar rammaáætlunar er í samræmi við núgildandi lög, sem þeir reyndar samþykktu sjálfir. Þannig þeir þurfa aðeins að rifja upp sýnar eigin ákvarðanir í þinginu.“ Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði ýmislegt í stjórnarsáttmálanum lofa góðu. „En það kom mér á óvart hve mikið er óklárt og hversu mikið á að fara í nefndir og starfshópa og hversu margar úttektir á eftir að gera. Það kom mér á óvart svona miðað við það hve menn voru kokhraustir í kosningabaráttunni og klárir á málunum þá þannig ég hélt nú að menn væru tilbúnari en þetta," sagði Katrín. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, segist ekkert valda sér vonbrigðum annað en að umhverfisráðuneytið hafi verið sameinað öðrum ráðuneytum en. „Ég hafði búist við miklu markvissara plaggi en jafnframt er boðað að útfærslan liggi nánar fyrir í byrjun þinghalds á fyrstu dögum júnímánaðar. Þannig þá sjáum við hvað hangir á spýtunni.“ Össur Skaphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra tók í svipaðan streng, margt gott væri að finna í nýjum stjórnarsáttmála meðal annars þeirri stefnu sem tekin væri varðandi Drekasvæðið. „En vitaskuld er vík á milli vina í einu máli og hefur verið og það eru Evrópumálin. Ég vildi fara aðra leið en þessa en ég hins vegar bíð eftir því að þeir efni það loforð sem þeir hafa gefið um að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Það er það sem skiptir langmestu máli, það er að fólkið fái sjálft að ráða." Ráðherrarnir fyrrverandi settust því næst til fundar og snæðings með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og voru þar staðfest lög og stjórnvaldsaðgerðir ráðuneytis Jóhönnu Sigurðarsdóttir sem formlega lét af embætti í dag. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Það var annasamur dagur á Bessastöðum í dag þegar stjórnarskiptin gengu í gegn. Dagurinn hófst á því að ráðherrar úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir mættu á ríkisráðsfund. Fráfarandi ríkisstjórn mætti til Bessastaða á ríkisráðsfund klukkan ellefu í morgun. Jóhanna segist hissa á því hve nýr stjórnarsáttmáli virðist óljós og ómarkviss. „Ég minni á það að mín ríkisstjórn setti sér hundrað daga áætlun þegar hún tók við fyrir rúmum fjórum árum síðan, með 48 verkefnum sem hún framkvæmdi flest öll. Ég vona að það verði eins mikill kraftur í þessari ríkisstjórn og þessari sem er að fara frá.“ Hún bætti svo við: „Þeir ætla skipa, tæplega 20 nefndir. Þeir sögðu engar nefndir bara aðgerðir strax þess vegna var ég svolítið hissa á því." Þá sagði Jóhanna að henni þættu það nokkur vonbrigði að sjá ekki meira afgerandi áætlun um hvað eigi að gera í tenglsum við skuldavandamál heimilanna enda hafi margir verið stórorðir um þau í kosningabaráttunni. Steingrímur J. Sigfússon sem mætti til forsetans á sínum gamla Volvó hafði þetta að segja. „Það vantar alla útfærslur og í hann vantar allt um ríkisfjármál og ríkisfjármálaáætlun til næstu ára. Það er nú það sem ég mun horfa mest á, hvernig tekst að halda áætlanir í þeim efnum og það er býsna krefjandi verkefni að skila hallalausum fjárlögum með afgangi á næsta ári.“ Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, segir stefnu nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum loðna eins og annað í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekki eins einfalt og menn tala um því það þarf væntanlega lagabreytingu til. Þingsályktun þessarar rammaáætlunar er í samræmi við núgildandi lög, sem þeir reyndar samþykktu sjálfir. Þannig þeir þurfa aðeins að rifja upp sýnar eigin ákvarðanir í þinginu.“ Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði ýmislegt í stjórnarsáttmálanum lofa góðu. „En það kom mér á óvart hve mikið er óklárt og hversu mikið á að fara í nefndir og starfshópa og hversu margar úttektir á eftir að gera. Það kom mér á óvart svona miðað við það hve menn voru kokhraustir í kosningabaráttunni og klárir á málunum þá þannig ég hélt nú að menn væru tilbúnari en þetta," sagði Katrín. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, segist ekkert valda sér vonbrigðum annað en að umhverfisráðuneytið hafi verið sameinað öðrum ráðuneytum en. „Ég hafði búist við miklu markvissara plaggi en jafnframt er boðað að útfærslan liggi nánar fyrir í byrjun þinghalds á fyrstu dögum júnímánaðar. Þannig þá sjáum við hvað hangir á spýtunni.“ Össur Skaphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra tók í svipaðan streng, margt gott væri að finna í nýjum stjórnarsáttmála meðal annars þeirri stefnu sem tekin væri varðandi Drekasvæðið. „En vitaskuld er vík á milli vina í einu máli og hefur verið og það eru Evrópumálin. Ég vildi fara aðra leið en þessa en ég hins vegar bíð eftir því að þeir efni það loforð sem þeir hafa gefið um að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Það er það sem skiptir langmestu máli, það er að fólkið fái sjálft að ráða." Ráðherrarnir fyrrverandi settust því næst til fundar og snæðings með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og voru þar staðfest lög og stjórnvaldsaðgerðir ráðuneytis Jóhönnu Sigurðarsdóttir sem formlega lét af embætti í dag.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira