Segir að forsætisráðherra hafi reynt að villa um fyrir þingheimi Höskuldur Kári Schram skrifar 11. desember 2013 16:25 Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að forsætisráðherra hafi reynt að villa um fyrir þinginu þegar hann sakaði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, um rangfærslur í umræðum á Alþingi í gær. Helgi vísaði í svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar á Alþingi í gær. Þar sagði Sigmundur að Árni væri að gefa sér rangar forsendur í umræðum um niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar. Helgi tók málið upp á Alþingi í dag. „Það setur slæman blett á störf þingsins að í stað þess að eiga efnislega umræðu við þingmenn grípur hæstvirtur forsætisráðherra ítrekað til þess að saka aðra þingmenn um ósannindi. Hálfu verra er það þegar að í ljós kemur að sá sem í þeim deilum fer með rangt mál er hæstvirtur forsætisráðherra í ræðustól Alþingis,“ sagði Helgi. „Þetta gerðist síðast hér í gær þegar hann sagði að tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun barnabóta væru rangar getgátur hjá háttvirtum þingmanni Árna P. Árnasyni. Nú hefur það komið fram að það sem hæstvirtur forsætisráðherar sagði þingheimi að væru rangar getgátur var formleg skrifleg tillaga ríkisstjórnar hans sjálfs til fjárlaganefndar alþingis stílað á formann hennar Vigdísi Hauksdóttur og sent úr fjármálaráðuneytinu eins og segir í upphafi minnisblaðsins, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.“ Helgi sakaði forsætisráðherra um að reyna að villa um fyrir þingheimi. „Það að forsætisráðherra ítrekað ásaki aðra þingmenn um það að fara hér með rangt mál og augljósa reynir að villa um fyrir þingheimi í þeirri orðræðu sinni og kallar það rangar getgátur sem eru skrifleg bréf hans eigin ríkisstjórnar til þingsins. Það er málefni sem ég tel að hæstvirtur forseti verði að láta til sín taka og sé algjörlega nauðsynlegt að sé rætt hér á vettvangi formanna þingflokka,“ sagði Helgi. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að forsætisráðherra hafi reynt að villa um fyrir þinginu þegar hann sakaði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, um rangfærslur í umræðum á Alþingi í gær. Helgi vísaði í svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar á Alþingi í gær. Þar sagði Sigmundur að Árni væri að gefa sér rangar forsendur í umræðum um niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar. Helgi tók málið upp á Alþingi í dag. „Það setur slæman blett á störf þingsins að í stað þess að eiga efnislega umræðu við þingmenn grípur hæstvirtur forsætisráðherra ítrekað til þess að saka aðra þingmenn um ósannindi. Hálfu verra er það þegar að í ljós kemur að sá sem í þeim deilum fer með rangt mál er hæstvirtur forsætisráðherra í ræðustól Alþingis,“ sagði Helgi. „Þetta gerðist síðast hér í gær þegar hann sagði að tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun barnabóta væru rangar getgátur hjá háttvirtum þingmanni Árna P. Árnasyni. Nú hefur það komið fram að það sem hæstvirtur forsætisráðherar sagði þingheimi að væru rangar getgátur var formleg skrifleg tillaga ríkisstjórnar hans sjálfs til fjárlaganefndar alþingis stílað á formann hennar Vigdísi Hauksdóttur og sent úr fjármálaráðuneytinu eins og segir í upphafi minnisblaðsins, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.“ Helgi sakaði forsætisráðherra um að reyna að villa um fyrir þingheimi. „Það að forsætisráðherra ítrekað ásaki aðra þingmenn um það að fara hér með rangt mál og augljósa reynir að villa um fyrir þingheimi í þeirri orðræðu sinni og kallar það rangar getgátur sem eru skrifleg bréf hans eigin ríkisstjórnar til þingsins. Það er málefni sem ég tel að hæstvirtur forseti verði að láta til sín taka og sé algjörlega nauðsynlegt að sé rætt hér á vettvangi formanna þingflokka,“ sagði Helgi.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira