Innlent

Aftur minni þrýstingur á vatninu upp á Skaga

Gissur Sigurðsson skrifar
Akurnesingar þurfa enn að búa við skert heitavatnsrennsli til bæjarins í dag, en nú er það vegna viðhaldsverkefnis, sem unnið hefur verið að.

Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að þrýstingurinn verði lækkaður á dreifikerfum á Akranesi og í Borgarnesi í allan dag og fram á kvöld. Þar segir einnig, að komi eitthvað óvænt upp við framkvæmdina, geti þurft að lækka þrýstinginn enn frekar, en reiknað sé með að hús verði þó ekki alveg vatnslaus.

Að undanförnu hefur þrívegis orðið bilun í aðveituæðinni, sem valdið hefur vatnsleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×