Innlent

Sextán ára tóbaksþjófar handsamaðir

Gissur Sigurðsson skrifar
Tveir 16 ára piltar voru handteknir í Reykjavík laust eftir miðnætti, eftir að þeir höfðu brotist inn í söluturn og stolið þaðan talsverðu af tóbaki.

Vitni sáu þá hlaupa frá vettvangi og gat gefið lögreglu greinargóðar upplýsingar, sem leiddi til handtöku þeirra skömmu síðar.

Haft var samband við barnavernd og foreldra piltanna, sem voru viðstaddir á lögreglustöðinni þegar málið var afgreitt, og fóru svo með þá heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×