Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2013 11:49 Þegar Ísland var að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstætt ríki naut það ríkulegrar aðstoðar, meðal annars með Marshall aðstoð Bandaríkjamanna sem annars var bara veitt þjóðum sem fóru illa út úr seinni heimsstyrjöldinni. Íslendingar hafa þegið heldur meira í þróunaraðstoð frá því landið varð sjálfstætt en þeir hafa greitt í aðstoð til annarra landa. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar en fá eða engin ríki hafa náð því markmiði. Ísland hefur þó verið í lægri kantinum, en undir lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að bæta verulega í á þessu ári og næstu árum til að nálgast þetta markmið. Tillögur hafa hins vegar verið á sveimi um að skera þetta niður um hundruð milljóna.„Er það einhver slík upphæð að svo ríka þjóð muni um það að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum? „Ég hef nú lengi verið mjög fylgjandi því að við reyndum að nálgast þetta markmið og held að það sé almenn samstaða um það í ríkisstjórninni. Og raunar held ég að síðasta ríkisstjórn hafi viljað nálgast markmiðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Engu að síður hafi framlögin verið skorin töluvert niður árin 2010, 2011 og 2012.Forsætisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórninni um að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna.MYND/DANÍEL„Nú hafa menn ekki komist hjá því í þeirri viðleitni að ná hallalausum fjárlögum að skoða þennan lið eins og aðra. En þar sýnist mér að niðurstaðan verði að framlögin verði hærri en t.d. 2011 og 2012 og sem hlutfall af landsframleiðslu að minnsta kosti jafn mikil og þau ár. Þannig að það er þetta ár, 2013, sem sker sig úr en að öðru leyti halda menn áfram þeirri vinnu að auka þessi framlög,“ segir forsætisráðherra. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi birtir samantekt á Facebooksíðu sinni sem sýnir að frá því Ísland varð að fullu sjálfstætt ríki árið 1944 hafa Íslendingar þegið rúma 59 milljarða í þróunaraðstoð, en veitt 58 milljarða.Hvernig má það vera að Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt?„Mér lék forvitni á að kynna mér einmitt þessar tölur. Þannig að þetta er mín ágiskun og mínir útreikningar. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé staðan. Þó auðvitað væri eðlilegt að við myndum halda betur utan um þessar tölur og greina þær,“ segir Stefán Ingi. Hann ítrekar að þetta sé hans persónulega samantekt en ekki UNICEF's, en Íslendingar hafi fengið ríkulega þróunaraðstoð með Marshall áætlun Bandaríkjamanna eftir stríð og frá Alþjóðabankanum, sem munað hafi um.Þegar við vorum að stíga í okkar sjálfstæðu lappir þá munaði um þetta til að byggja hér upp atvinnulíf og annað?„Já, það voru mjög mörg verkefni studd af þessu. Allt frá virkjunum yfir í verksmiðjur og vegaframkvæmdir. Þetta er saga sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur að halda vel utan um og muna eftir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Íslendingar hafa þegið heldur meira í þróunaraðstoð frá því landið varð sjálfstætt en þeir hafa greitt í aðstoð til annarra landa. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar en fá eða engin ríki hafa náð því markmiði. Ísland hefur þó verið í lægri kantinum, en undir lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að bæta verulega í á þessu ári og næstu árum til að nálgast þetta markmið. Tillögur hafa hins vegar verið á sveimi um að skera þetta niður um hundruð milljóna.„Er það einhver slík upphæð að svo ríka þjóð muni um það að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum? „Ég hef nú lengi verið mjög fylgjandi því að við reyndum að nálgast þetta markmið og held að það sé almenn samstaða um það í ríkisstjórninni. Og raunar held ég að síðasta ríkisstjórn hafi viljað nálgast markmiðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Engu að síður hafi framlögin verið skorin töluvert niður árin 2010, 2011 og 2012.Forsætisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórninni um að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna.MYND/DANÍEL„Nú hafa menn ekki komist hjá því í þeirri viðleitni að ná hallalausum fjárlögum að skoða þennan lið eins og aðra. En þar sýnist mér að niðurstaðan verði að framlögin verði hærri en t.d. 2011 og 2012 og sem hlutfall af landsframleiðslu að minnsta kosti jafn mikil og þau ár. Þannig að það er þetta ár, 2013, sem sker sig úr en að öðru leyti halda menn áfram þeirri vinnu að auka þessi framlög,“ segir forsætisráðherra. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi birtir samantekt á Facebooksíðu sinni sem sýnir að frá því Ísland varð að fullu sjálfstætt ríki árið 1944 hafa Íslendingar þegið rúma 59 milljarða í þróunaraðstoð, en veitt 58 milljarða.Hvernig má það vera að Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt?„Mér lék forvitni á að kynna mér einmitt þessar tölur. Þannig að þetta er mín ágiskun og mínir útreikningar. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé staðan. Þó auðvitað væri eðlilegt að við myndum halda betur utan um þessar tölur og greina þær,“ segir Stefán Ingi. Hann ítrekar að þetta sé hans persónulega samantekt en ekki UNICEF's, en Íslendingar hafi fengið ríkulega þróunaraðstoð með Marshall áætlun Bandaríkjamanna eftir stríð og frá Alþjóðabankanum, sem munað hafi um.Þegar við vorum að stíga í okkar sjálfstæðu lappir þá munaði um þetta til að byggja hér upp atvinnulíf og annað?„Já, það voru mjög mörg verkefni studd af þessu. Allt frá virkjunum yfir í verksmiðjur og vegaframkvæmdir. Þetta er saga sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur að halda vel utan um og muna eftir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent