Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2013 11:49 Þegar Ísland var að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstætt ríki naut það ríkulegrar aðstoðar, meðal annars með Marshall aðstoð Bandaríkjamanna sem annars var bara veitt þjóðum sem fóru illa út úr seinni heimsstyrjöldinni. Íslendingar hafa þegið heldur meira í þróunaraðstoð frá því landið varð sjálfstætt en þeir hafa greitt í aðstoð til annarra landa. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar en fá eða engin ríki hafa náð því markmiði. Ísland hefur þó verið í lægri kantinum, en undir lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að bæta verulega í á þessu ári og næstu árum til að nálgast þetta markmið. Tillögur hafa hins vegar verið á sveimi um að skera þetta niður um hundruð milljóna.„Er það einhver slík upphæð að svo ríka þjóð muni um það að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum? „Ég hef nú lengi verið mjög fylgjandi því að við reyndum að nálgast þetta markmið og held að það sé almenn samstaða um það í ríkisstjórninni. Og raunar held ég að síðasta ríkisstjórn hafi viljað nálgast markmiðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Engu að síður hafi framlögin verið skorin töluvert niður árin 2010, 2011 og 2012.Forsætisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórninni um að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna.MYND/DANÍEL„Nú hafa menn ekki komist hjá því í þeirri viðleitni að ná hallalausum fjárlögum að skoða þennan lið eins og aðra. En þar sýnist mér að niðurstaðan verði að framlögin verði hærri en t.d. 2011 og 2012 og sem hlutfall af landsframleiðslu að minnsta kosti jafn mikil og þau ár. Þannig að það er þetta ár, 2013, sem sker sig úr en að öðru leyti halda menn áfram þeirri vinnu að auka þessi framlög,“ segir forsætisráðherra. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi birtir samantekt á Facebooksíðu sinni sem sýnir að frá því Ísland varð að fullu sjálfstætt ríki árið 1944 hafa Íslendingar þegið rúma 59 milljarða í þróunaraðstoð, en veitt 58 milljarða.Hvernig má það vera að Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt?„Mér lék forvitni á að kynna mér einmitt þessar tölur. Þannig að þetta er mín ágiskun og mínir útreikningar. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé staðan. Þó auðvitað væri eðlilegt að við myndum halda betur utan um þessar tölur og greina þær,“ segir Stefán Ingi. Hann ítrekar að þetta sé hans persónulega samantekt en ekki UNICEF's, en Íslendingar hafi fengið ríkulega þróunaraðstoð með Marshall áætlun Bandaríkjamanna eftir stríð og frá Alþjóðabankanum, sem munað hafi um.Þegar við vorum að stíga í okkar sjálfstæðu lappir þá munaði um þetta til að byggja hér upp atvinnulíf og annað?„Já, það voru mjög mörg verkefni studd af þessu. Allt frá virkjunum yfir í verksmiðjur og vegaframkvæmdir. Þetta er saga sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur að halda vel utan um og muna eftir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Íslendingar hafa þegið heldur meira í þróunaraðstoð frá því landið varð sjálfstætt en þeir hafa greitt í aðstoð til annarra landa. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar en fá eða engin ríki hafa náð því markmiði. Ísland hefur þó verið í lægri kantinum, en undir lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að bæta verulega í á þessu ári og næstu árum til að nálgast þetta markmið. Tillögur hafa hins vegar verið á sveimi um að skera þetta niður um hundruð milljóna.„Er það einhver slík upphæð að svo ríka þjóð muni um það að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum? „Ég hef nú lengi verið mjög fylgjandi því að við reyndum að nálgast þetta markmið og held að það sé almenn samstaða um það í ríkisstjórninni. Og raunar held ég að síðasta ríkisstjórn hafi viljað nálgast markmiðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Engu að síður hafi framlögin verið skorin töluvert niður árin 2010, 2011 og 2012.Forsætisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórninni um að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna.MYND/DANÍEL„Nú hafa menn ekki komist hjá því í þeirri viðleitni að ná hallalausum fjárlögum að skoða þennan lið eins og aðra. En þar sýnist mér að niðurstaðan verði að framlögin verði hærri en t.d. 2011 og 2012 og sem hlutfall af landsframleiðslu að minnsta kosti jafn mikil og þau ár. Þannig að það er þetta ár, 2013, sem sker sig úr en að öðru leyti halda menn áfram þeirri vinnu að auka þessi framlög,“ segir forsætisráðherra. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi birtir samantekt á Facebooksíðu sinni sem sýnir að frá því Ísland varð að fullu sjálfstætt ríki árið 1944 hafa Íslendingar þegið rúma 59 milljarða í þróunaraðstoð, en veitt 58 milljarða.Hvernig má það vera að Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt?„Mér lék forvitni á að kynna mér einmitt þessar tölur. Þannig að þetta er mín ágiskun og mínir útreikningar. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé staðan. Þó auðvitað væri eðlilegt að við myndum halda betur utan um þessar tölur og greina þær,“ segir Stefán Ingi. Hann ítrekar að þetta sé hans persónulega samantekt en ekki UNICEF's, en Íslendingar hafi fengið ríkulega þróunaraðstoð með Marshall áætlun Bandaríkjamanna eftir stríð og frá Alþjóðabankanum, sem munað hafi um.Þegar við vorum að stíga í okkar sjálfstæðu lappir þá munaði um þetta til að byggja hér upp atvinnulíf og annað?„Já, það voru mjög mörg verkefni studd af þessu. Allt frá virkjunum yfir í verksmiðjur og vegaframkvæmdir. Þetta er saga sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur að halda vel utan um og muna eftir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent