Innlent

GÆS opnaði með pompi og prakt

Í Tjarnabíó opnaði kaffihúsið GÆS með pompi og prakt í dag. Hugmyndin að kaffihúsinu varð til hjá nemanda í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun í Háskóla Íslands.

Hann vildi sjá breytingar í atvinnumálum fatlaðs fólks og sjá fleiri spennandi atvinnutækifæri og opnara samfélag.

Síðustu vikur hafa aðstandendur unnið hörðum höndum við að standsetja kaffihúsið sem án efa mun verða góð viðbót við kaffihúsaflóru borgarinnar.

Hægt er að sjá myndband frá opnuninni í dag hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×