Fótbolti

Gunnar samdi við ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson, til vinstri, er þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson, til vinstri, er þjálfari ÍBV. Mynd/Vilhelm
ÍBV hefur styrkt sig enn frekar fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla en Gunnar Þorsteinsson, nítján ára miðvallarleikmaður, gekk í raðir félagsins í gær. Þetta kom fram á 433.is í dag.

Gunnar er uppalinn hjá Grindavík en hefur spilað með unlinga- og varaliði Ipswich undanfarin tvö ár. Hann fékk hins vegar ekki nýjan samning þar og var því frjáls allra mála.

Hann spilaði með Grindavík í tveimur leikjum í Pepsi-deildinni árið 2009 áður en hann hélt utan.

Gunnar spilaði reyndar með ÍBV í yngri flokkum en faðir hans, Þorsteinn Gunnarsson, lék og starfaði fyrir ÍBV á sínum tíma.

ÍBV gekk frá samningum við David James á dögunum, eins og kunnugt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×