Raunveruleikastjarnan Brandi Glanville heimtaði athygli allra á viðburði á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Bravo þegar hún mætti í einum flegnasta kjól sem menn muna eftir.
Brandi klæddist rauðum blúndukjól sem var fleginn alla leið niður að nafla. Stjarnan var ekki hrædd við að sýna of mikið hold og stillti sér upp fyrir ljósmyndara eins og enginn væri morgundagurinn.
Þetta kallar maður kjól!Þessi kjóll hæfir persónuleika Brandi mjög vel en hún er afar opin. Hún er fyrrverandi eiginkona leikarans Eddie Cibrian sem nú er kvæntur kántrísöngkonunni LeAnn Rimes og vandar Brandi söngkonunni alls ekki kveðjurnar.