Fótbolti

Bara þær þýsku hafa brotið oftar af sér en okkar stelpur

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Stelpurnar láta finna fyrir sér.
Stelpurnar láta finna fyrir sér. Mynd/ÓskarÓ
Íslenska kvennalandsliðið fékk dæmdar á sig 25 aukaspyrnur í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppnini á EM í Svíþjóð eða í jafntefli á móti Noregi og tapi á móti Þýskalandi. Aðeins þýska liðið hefur brotið oftar af sér.

Þjóðverjar fengu dæmdar á sig 26 aukaspyrnur í leikjum sínum á móti Hollandi og Íslandi en þar munar mestu um Hollandsleikinn því þær þýsku brutu 20 sinnum á þeim hollensku í þeim leik.

Hollenska liðið er það lið sem hefur fengið flestar aukaspyrnur eða alls 24. Þýskaland er þar rétt á eftir með 22 fengnar aukaspyrnur.

Íslenska liðið hefur fengið 11 aukaspyrnur í fyrstu tveimur leikjunum og er eins og er í sjöunda sæti ásamt heimamönnum í Svíþjóð.

Þýskaland og Ítalía hafa fengið flest gul spjöld eða fjögur talsins en það hefur ekkert rautt spjald farið á loft ennþá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×