Innlent

Gíslar á heim­leið og gleði­fréttir af loðnunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.

Hamas samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Bandaríkjaforseti segist hafa trú á að Ísraelar og Hamas haldi sig við friðarsamkomulag hans.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar verður einnig rætt við formann Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem fagnar mjög nýjum loðnumælingum Hafrannsóknarstofnunar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað.

Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, lenti í Amsterdam seint í gærkvöldi eftir að hún var látin laus úr haldi Ísraela. Fyrr í vikunni var hún handtekin ásamt öðrum meðlimum Frelsisflotans við tilraun til þess að koma hjálpargögnum á Gasa.

Landsþing Miðflokksins er hafið en flokksmenn munu kjósa sér nýjan varaformann. Þrír þingmenn flokksins af átta berjast um embættið.

Loks heyrum við frá Vík í Mýrdal þar sem mikið stendur til, en Regnbogahátíðin fer þar fram um helgina.

Hádegisfréttir Bylgjunnar eru í beinni útsendingu á Bylgjunni og Vísi klukkan tólf. 

Klippa: Hádegisfréttir 11. október 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×