Forsætisráðherra tengir makríldeilu við ESB viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2013 15:46 Makríldeila Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn hefur verið til mikillar umfjöllunar í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til Brussel í dag. Mikill þrýstingur er á Mariu Daminaki sjávarútvegsstjóra sambandsins frá sjávarútvegsráðherrum þeirra ríkja ESB sem fiska makríl um að beita Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna ofveiði úr sameiginlegum stofni. Samningaviðræður um makríl hafa lítinn árangur borið undanfarin ár. En rök Íslenskra stjórnvalda fyrir auknum veiðum hér við land hafa verið að makrílinn gangi í vaxandi mæli inn í íslenska landhelgi vegna hlýnunar sjávar. Evrópusambandið og Norðmenn hafa lengst gengið í að bjóða Íslendingum og Færeyingum sameiginlega um 6 % af þeim heildarafla sem fiskifræðingar ríkjanna telja óhætt að veiða. Íslendingar hafa hins vegar viljað meira og í fyrra veiddu þeir um 16% af ráðlögðum heildarafla en hafa krafist allt að 20 prósenta samkvæmt heimildum fréttastofu. Færeyingar hafa aftur á móti ekki sett sér neinn kvóta, heldur veiða eins og þeir geta úr stofninum. Á síðasta ári veiddu Íslendingar um 150 þúsund tonn af 930 þúsund tonnum sem fiskifræðingar töldu óhætt að veiða.Sigmundur varar við refsiaðgerðum Sigmundur Davíð segir viðborf José Manuel Barroso mun uppbyggilegri en viðhorf Maríu Damanaki sjávarútvegsstjóra ESB sem hótar Íslendingum og Færeyingum refsiaðgerðum um næstu mánaðamót. Hún er hins vegar undir miklum þrýstingi t.d. frá Írum sem saka Íslendinga og Færeyinga um rányrkju. Sigmundur Davíð sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að hann teldi ólíklegt að ESB gripi til aðgerða sem hvorki stæðust samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) né reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB og Simon Coveney, sjávar- og landbúnaðarráðherra Írlands.mynd/afpÍ tíð fyrri ríkisstjórnar var það ítrekað af Össuri Skarphéðinssyni þáverandi utanríkisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra að makríldeilan snerti ekki aðildarviðræðurnar við ESB. Sigmundur Davíð setur þessi mál hins vegar í samhengi. Í samtali við fréttastofu segir forsætisráðherra að hann hafi greint forystumönnum ESB frá því að stjórnarflokkarnir væru sammála um að ekki yrði haldið áfram aðildarviðræðum nema til kæmi stuðningur meirihluta þjóðarinnar. „Svo er auðvitað spurning um önnur mál sem að ég ítrekaði að nauðsynlegt væri að leysa til að það ætti að geta talist raunhæft að menn litu svo á að Evrópusambandið væri að vinna með Íslandi,“ sagði forsætisráðherra. Þar ætti hann fyrst og fremst við makríldeiluna. Íslendingar væru reiðubúnir til viðræðna en þá yrði líka að fara eftir niðurstöðum vísindamanna í þeim viðræðum. Hvetja til refsiaðgerðaSimon Coveney sjávar- og landbúnaðarráðherra Írlands lýsti makrílveiðum Íslendinga sem brjálæði í Brussel í dag, sem myndu hafa mikil og neikvæð áhrif í Donegal hérað á Írlandi sem er mjög háð makrílveiðum. Hann segir ESB verða að sýna Íslendingum tennurnar og þvinga þá inn í kvótakerfi sambandsins og annarra ríkja. Pat Gallagher þingmaður á Írlandi hvetur sambandið til að refsa Íslendingum ekki bara með löndunarbanni á makríl heldur setja innflutningshömlur á fleiri fisktegundir frá Íslandi til ríkja sambandsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ásamt Herman Von Rompuy.mynd/esbÞað eru einmitt refsiaðgerðir sem íslenskir ráðamenn hafa haldið fram að brytu í bága við EES samninginn og fleiri samninga og undir það hafa embættismenn innan Evrópusambandsins tekið. Það verður því fróðlegt að sjá hversu langt Daminaki ætlar að ganga í aðgerðum sínum gagnvart Íslandi. En ljóst er að þessi deila mun ekki greiða fyrir því að ríkisstjórn Íslands mildist í afstöðu sinni til frekari aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Enda sagði Sigmundur Davíð á fundum sínum með Barroso og Herman van Rompuy forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í morgun að allar refsiaðgerðir af þessu tagi væru ekki líklegar til að stuðla að lausn makríldeilunnar. Þvert á móti myndu aðgerðir sem þessar gera lausn deilunnar enn þá erfiðari. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Makríldeila Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn hefur verið til mikillar umfjöllunar í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til Brussel í dag. Mikill þrýstingur er á Mariu Daminaki sjávarútvegsstjóra sambandsins frá sjávarútvegsráðherrum þeirra ríkja ESB sem fiska makríl um að beita Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum vegna ofveiði úr sameiginlegum stofni. Samningaviðræður um makríl hafa lítinn árangur borið undanfarin ár. En rök Íslenskra stjórnvalda fyrir auknum veiðum hér við land hafa verið að makrílinn gangi í vaxandi mæli inn í íslenska landhelgi vegna hlýnunar sjávar. Evrópusambandið og Norðmenn hafa lengst gengið í að bjóða Íslendingum og Færeyingum sameiginlega um 6 % af þeim heildarafla sem fiskifræðingar ríkjanna telja óhætt að veiða. Íslendingar hafa hins vegar viljað meira og í fyrra veiddu þeir um 16% af ráðlögðum heildarafla en hafa krafist allt að 20 prósenta samkvæmt heimildum fréttastofu. Færeyingar hafa aftur á móti ekki sett sér neinn kvóta, heldur veiða eins og þeir geta úr stofninum. Á síðasta ári veiddu Íslendingar um 150 þúsund tonn af 930 þúsund tonnum sem fiskifræðingar töldu óhætt að veiða.Sigmundur varar við refsiaðgerðum Sigmundur Davíð segir viðborf José Manuel Barroso mun uppbyggilegri en viðhorf Maríu Damanaki sjávarútvegsstjóra ESB sem hótar Íslendingum og Færeyingum refsiaðgerðum um næstu mánaðamót. Hún er hins vegar undir miklum þrýstingi t.d. frá Írum sem saka Íslendinga og Færeyinga um rányrkju. Sigmundur Davíð sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að hann teldi ólíklegt að ESB gripi til aðgerða sem hvorki stæðust samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) né reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB og Simon Coveney, sjávar- og landbúnaðarráðherra Írlands.mynd/afpÍ tíð fyrri ríkisstjórnar var það ítrekað af Össuri Skarphéðinssyni þáverandi utanríkisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra að makríldeilan snerti ekki aðildarviðræðurnar við ESB. Sigmundur Davíð setur þessi mál hins vegar í samhengi. Í samtali við fréttastofu segir forsætisráðherra að hann hafi greint forystumönnum ESB frá því að stjórnarflokkarnir væru sammála um að ekki yrði haldið áfram aðildarviðræðum nema til kæmi stuðningur meirihluta þjóðarinnar. „Svo er auðvitað spurning um önnur mál sem að ég ítrekaði að nauðsynlegt væri að leysa til að það ætti að geta talist raunhæft að menn litu svo á að Evrópusambandið væri að vinna með Íslandi,“ sagði forsætisráðherra. Þar ætti hann fyrst og fremst við makríldeiluna. Íslendingar væru reiðubúnir til viðræðna en þá yrði líka að fara eftir niðurstöðum vísindamanna í þeim viðræðum. Hvetja til refsiaðgerðaSimon Coveney sjávar- og landbúnaðarráðherra Írlands lýsti makrílveiðum Íslendinga sem brjálæði í Brussel í dag, sem myndu hafa mikil og neikvæð áhrif í Donegal hérað á Írlandi sem er mjög háð makrílveiðum. Hann segir ESB verða að sýna Íslendingum tennurnar og þvinga þá inn í kvótakerfi sambandsins og annarra ríkja. Pat Gallagher þingmaður á Írlandi hvetur sambandið til að refsa Íslendingum ekki bara með löndunarbanni á makríl heldur setja innflutningshömlur á fleiri fisktegundir frá Íslandi til ríkja sambandsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ásamt Herman Von Rompuy.mynd/esbÞað eru einmitt refsiaðgerðir sem íslenskir ráðamenn hafa haldið fram að brytu í bága við EES samninginn og fleiri samninga og undir það hafa embættismenn innan Evrópusambandsins tekið. Það verður því fróðlegt að sjá hversu langt Daminaki ætlar að ganga í aðgerðum sínum gagnvart Íslandi. En ljóst er að þessi deila mun ekki greiða fyrir því að ríkisstjórn Íslands mildist í afstöðu sinni til frekari aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Enda sagði Sigmundur Davíð á fundum sínum með Barroso og Herman van Rompuy forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í morgun að allar refsiaðgerðir af þessu tagi væru ekki líklegar til að stuðla að lausn makríldeilunnar. Þvert á móti myndu aðgerðir sem þessar gera lausn deilunnar enn þá erfiðari.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira