Fótbolti

Sigurður Ragnar passaði sig á blaðamannafundinum

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson á blaðamannafundinum í kvöld.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson á blaðamannafundinum í kvöld. Mynd/ÓskarÓ
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var ekki að gefa of mikið upp á blaðamannafundi í kvöld en þar var leikur Íslands og Hollands til umræðu. Ísland og Holland þurfa bæði á sigri að halda til að halda lífi í möguleika sínum á því að komast í átta liða úrslitin.

Sigurður Ragnar passaði sig á því að gefa engar mikilvægar upplýsingar um leik íslenska liðsins á morgun, hvort sem um var að ræða hvaða leikmenn séu leikfærir eða hvaða leikaðferð verði notuð í leiknum.

„Ég ætla ekki að segja frá því hvaða leikmenn eru meiddir ekki síst vegna þess að ég sá að vinir mínir frá Hollandi eru að hlusta," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson meðal annars á fundinum.

Sigurður Ragnar hrósaði hollenska liðinu á fundinum en talaði jafnframt um það að íslenska liðið væri líka með góða leikmenn innan sinna raða.

„Holland er með mjög gott lið og náði frábærum úrslitum á móti Þýskalandi. Við eigum möguleika á móti þeim. Við höfum mætt þeim einu sinni í minni tíð með liðið. Holland hefur bætt sig mikið síðan þá en við líka," sagði Sigurður Ragnar.

„Við gerðum jafntefli við Noreg og Noregur vann síðan Holland. Ég held að þessi þrjú lið geti unnið hvert annað en það fer bara eftir dagsforminu og hvort liðið vill þetta meira," sagði Sigurður Ragnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×