Fótbolti

Frakkar fyrstir áfram | Öll ellefu liðin eiga enn möguleika

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Frakkar fagna sætinu í 8-liða úrslitum.
Frakkar fagna sætinu í 8-liða úrslitum. Nordic Photos / Getty Images
Næstu þrjá daga munu úrslitin ráðast í riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í Svíþjóð en barist er um sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Úrslitin ráðast í A-riðli í dag, B-riðli Íslands á morgun og svo í C-riðlinum á fimmtudagskvöldið þar sem aðeins eitt sæti er í boði því Frakkar hafa þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum.

Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram og svo þau tvö lið (af þremur) sem eru með bestan árangur í 3. sætinu. Frakkar eru eina liðið sem vann báða leiki sína í fyrstu tveimur umferðunum en þær frönsku hafa þegar tryggt sér sigur í sínum riðli.

Svo skemmtilega vill til að öll hin ellefu liðin í keppninni eiga enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslitin en þau munu keppa um sjö laus sæti. Þar á meðal er Ísland sem á bæði möguleika á öðru og þriðja sætinu í B-riðlinum.

Svíar og Ítalir eru í bestri stöðu í A-riðlinum sem klárast í dag. Svíar og Ítalir eru með fjögur stig en Danir og Finnar hafa eitt. Svíar og Ítalir mætast í dag á sama tíma og Danir leika við Finna. Svíar og Ítalir vita að jafntefli nægir báðum þjóðum til að komast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×