Innlent

Nota snigla til að hreinsa andlitið

Sniglarnir fá að skríða óáreittir um andlitið en slímið úr þeim virkar hreinsandi fyrir húðina.
Sniglarnir fá að skríða óáreittir um andlitið en slímið úr þeim virkar hreinsandi fyrir húðina.
Japönsk snyrtistofa býður nú upp á nýja aðferð sem á að hjálpa konum að losna við dautt skinn og hreinsa svitaholur.  Aðferðin felst í því að sniglar eru settir á andlit fólks og þar sem þeir fá að skríða frjálsir um.

Galdurinn við aðferðina felst í slíminu sem sniglarnir skilja eftir. Meðferðin tekur um klukkustund og kostar hver tími 160 pund eða um 30 þúsund krónur.

"Þú getur fundið sniglana skríða á andlitinu á þér. Mér brá í fyrstu en svo varð þetta mjög notalegt. Húðin er virkilega mjúk á eftir," sagði Sayka Ito, viðskiptavinur stofunnar. 

Myndband af snigalmeðferðinni má sjá hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×