Innlent

Vaxandi spenna í Norður-Kóreu

Jakob Bjarnar skrifar
Hermenn í Norður-Kóreu eru nú gráir fyrir járnum.
Hermenn í Norður-Kóreu eru nú gráir fyrir járnum. AP
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst því yfir að herinn sé nú í efsta stigs viðbragðsstöðu og albúinn því að grípa til aðgerða.

Spenna milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur nú farið stigvaxandi undanfarnar vikur en Bandaríkjamenn eru sakaðir, af hálfu Norður-Kóreumanna, að hafa sýnt af sér ógnandi framgöngu. Norður-Kóreumenn hafa oft hótað því að ráðast á Suður-Kóreu og Bandaríkjamenn en sjalgæft er þó að til beinna átaka hafi komið. Hótanirnar og viðbragðsstaða virðist þannig hafa þjónað því að vinna sér stöðu í milliríkjasamningum og styrkja stöðu hersins og yfirvalda innanlands. Reuters greinir frá þessu.

Í síðasta upphlaupinu hefur Norður-Kórea nú varað Bandaríkjamenn við því að sigla herskipum í hafnir í Suður-Kóreu og fljúga flugvélum sínum inn á yfirráðasvæði Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×