Innlent

Sjúkraþjálfarar mótmæla niðurskurði

Gunnar Valþórsson skrifar
Stjórn og kjaranefnd Félags sjúkraþjálfara mótmælir harðlega þeirri ætlan ríkisstjórnarinnar að draga enn frekar úr útgjöldum til sjúkraþjálfunar og leggja þyngri byrðar á þá einstaklinga sem á sjúkraþjálfun þurfa að halda.

Í ályktun frá stjórninni er fullyrt að fjöldi skjólstæðinga sjúkraþjálfara hafi aukist um tuttugu prósent frá árinu 2008, en að á sama tíma hafi kostnaðarhlutdeild þeirra aukist að meðaltali um þrjátíu og þrjú prósent.

Sjúkraþjálfarar segja ennfremur ljóst að sú stefna ríkisstjórnarinnar að ná fram frekari sparnaði „með aukinni greiðsluþátttöku fólks eða öðrum takmarkandi aðgerðum“ sé alvarleg atlaga að einum geira heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingum hans, sem nú þegar hafi mátt þola meiri niðurskurð en heilbrigðiskerfið almennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×