Innlent

Gamlir „gröffuðu“ með grunnskólanemum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þessi mundar úðabrúsann af mikilli kostgæfni.
Þessi mundar úðabrúsann af mikilli kostgæfni. mynd/friðrik
Eldri borgarar á Seltjarnarnesi „gröffuðu“ með grunnskólanemum í undirgöngum sem liggja milli Eiðistorgs og Björnsbakarís við Austurströnd í morgun.

Uppákoman var hluti af dagskrá Menningarhátíðar Seltjarnarness og úðuðu eldri borgararnir undir leiðsögn listamannanna Karlottu Blöndal og Hildigunnar Birgisdóttur.

Segir í tilkynningu að hópurinn hafi unnið að undirbúningi verksins um nokkurt skeið, lært að beita úðabrúsum og að þekkja hvað sé einkennandi fyrir gott graff.

Undirgöngin voru litrík eftir eldri borgarana.mynd/friðrik
Fleiri viðburðir eru framundan á hátíðinni og klukkan hálf fjögur verður leikinn djass á Eiðistorgi. Það eru þeir Ari Bragi Kárason trompetleikari og Eyþór Gunnarsson píanóleikari sem troða upp.

Þá verður fjölbreytt og lifandi dagskrá við formlega opnun á Skelinni, nýju ungmennahúsi á Seltjarnarnesi, klukkan hálf sex en Skelin er staðsett við félagsmiðstöðina Selið, í húsi Heilsugæslunnar.

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á vef Seltjarnarness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×