Íslenski boltinn

David James kvaddi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David James er á 43. aldursári.
David James er á 43. aldursári. Mynd/Stefán
Eyjamenn verða án markvarðar síns David James í lokaumferð Pepsi-deildar karla á morgun. Englendingurinn er farinn af landi brott.

James meiddist í viðureign ÍBV og Vals í síðustu viku og var á bekknum í 4-2 tapi Eyjamanna í Keflavík síðustu helgi. ÍBV tekur á móti Þór á morgun klukkan 14 og verður Guðjón Orri Sigurjónsson í marki Eyjamanna. Með sigri gæti ÍBV tryggt sér 5. sæti deildarinnar en Þórsarar, sem sitja í 10. sæti gætu hækkað sig upp í það sjöunda með sigri.

„Ferðin frá Vestmannaeyjum í kvöld er ekki svo skemmtileg. Kannski er það vegna þess að hún er mín síðasta á tímabilinu. Kærar þakkir ÍBV. Áfram ÍBV,“ skrifaði James á Twitter í gærkvöldi.

Ekki liggur fyrir hvort James hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Eyjamenn. Hann sagði þó í viðtali á dögunum að hann væri ekki hættur knattspyrnuiðkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×