Leiðbeinendur í flotgalla en börnin ekki Valur Grettisson skrifar 27. september 2013 07:00 Þorlákshöfn Krakkarnir stukku út í sjóinn á þriðjudaginn var. Fréttablaðið/GVA Hörður Már Harðarson „Þetta er umhugsunarvert auðvitað,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn lét börn á fermingaraldri stökkva ofan í höfnina án þess að klæða þau í flotbúninga. Um æfingu var að ræða á svokölluðu strumpanámskeiði fyrir unglinga sem vilja komast í björgunarsveitina. Tilgangur æfingarinnar var sá að leyfa börnunum að finna fyrir kulda sjávar en börnin stukku ofan í sjóinn á þriðjudagskvöldið var. Niðurstaðan varð þó sú að eitt barnið, þrettán ára stúlka, gleypti sjó og átti erfitt með andardrátt vegna kuldans. Stúlkunni var ekið til foreldra sinna eftir atvikið en henni varð ekki meint af volkinu. Annað foreldri hafði samband við fréttastofu og gagnrýndi að börnin hefðu ekki verið í flotgöllum, þótt þau hefðu verið í björgunarvestum þegar þau stukku út í sjóinn. Eitt foreldri meinaði meðal annars barni sínu að taka þátt í æfingunni. Þá staðfestir formaður björgunarsveitarinnar í Þorlákshöfn, Ásgeir Guðmundsson, að leiðbeinendur hefðu verið í flotgöllum. Aðspurður hvers vegna börnin fóru ekki líka í flotgalla svaraði hann: „Ef það hefðu verið til gallar á þau hefðu þau auðvitað farið í þá.“ Ásgeir útskýrði fyrir fréttamanni að æfingin væri ekki óeðlileg. Hann benti einnig á að leiðbeinendur hefðu gætt að börnunum á meðan þau stukku ofan í sjóinn, auk þess sem teppi hefðu verið á bakkanum. Hann sagði mikilvægt að börnin áttuðu sig á aðstæðum, „svo hafa þau bara gaman af þessu,“ bætti hann við. Hörður Már segir mikilvægt að það komi fram að börnin hafi stokkið ofan í sjóinn af fúsum og frjálsum vilja. „Og þarna voru menn við fullkomnar aðstæður, björgunarsveitarmaður var í sjónum og fleiri fylgdust með,“ bendir Hörður á. Spurður um áhyggjur foreldra svarar hann: „Ég skil afstöðuna, við viljum auðvitað forðast að stefna fólki í óþarfa hættu og höfum sérstakar siðareglur hvað það varðar.“ Hörður telur þó atvikið hafa verið innan marka. „En við munum auðvitað skoða verkferla og málið verður kannað gaumgæfilega,“ bætir hann við. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira
Hörður Már Harðarson „Þetta er umhugsunarvert auðvitað,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn lét börn á fermingaraldri stökkva ofan í höfnina án þess að klæða þau í flotbúninga. Um æfingu var að ræða á svokölluðu strumpanámskeiði fyrir unglinga sem vilja komast í björgunarsveitina. Tilgangur æfingarinnar var sá að leyfa börnunum að finna fyrir kulda sjávar en börnin stukku ofan í sjóinn á þriðjudagskvöldið var. Niðurstaðan varð þó sú að eitt barnið, þrettán ára stúlka, gleypti sjó og átti erfitt með andardrátt vegna kuldans. Stúlkunni var ekið til foreldra sinna eftir atvikið en henni varð ekki meint af volkinu. Annað foreldri hafði samband við fréttastofu og gagnrýndi að börnin hefðu ekki verið í flotgöllum, þótt þau hefðu verið í björgunarvestum þegar þau stukku út í sjóinn. Eitt foreldri meinaði meðal annars barni sínu að taka þátt í æfingunni. Þá staðfestir formaður björgunarsveitarinnar í Þorlákshöfn, Ásgeir Guðmundsson, að leiðbeinendur hefðu verið í flotgöllum. Aðspurður hvers vegna börnin fóru ekki líka í flotgalla svaraði hann: „Ef það hefðu verið til gallar á þau hefðu þau auðvitað farið í þá.“ Ásgeir útskýrði fyrir fréttamanni að æfingin væri ekki óeðlileg. Hann benti einnig á að leiðbeinendur hefðu gætt að börnunum á meðan þau stukku ofan í sjóinn, auk þess sem teppi hefðu verið á bakkanum. Hann sagði mikilvægt að börnin áttuðu sig á aðstæðum, „svo hafa þau bara gaman af þessu,“ bætti hann við. Hörður Már segir mikilvægt að það komi fram að börnin hafi stokkið ofan í sjóinn af fúsum og frjálsum vilja. „Og þarna voru menn við fullkomnar aðstæður, björgunarsveitarmaður var í sjónum og fleiri fylgdust með,“ bendir Hörður á. Spurður um áhyggjur foreldra svarar hann: „Ég skil afstöðuna, við viljum auðvitað forðast að stefna fólki í óþarfa hættu og höfum sérstakar siðareglur hvað það varðar.“ Hörður telur þó atvikið hafa verið innan marka. „En við munum auðvitað skoða verkferla og málið verður kannað gaumgæfilega,“ bætir hann við.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira