Innlent

„Verður að vera yfir allan vafa hafið“

mynd/pjetur

Kosningaferlið verður að vera yfir allan vafa hafið og misræmi í framkvæmd kosninga verður að laga. Þetta segir umboðsmaður Pírata sem fylgdist með á talningarstað í kosningunum í apríl. Píratar hafa kært framkvæmd kosninganna.

Áhyggjur Pírata beinast að sjálfri framkvæmd kosninganna og skipulagi. Björn Þór Jóhannesson var umboðsmaður á talningarstað í Suðurkjördæmi. Hann bendir á að mikið misræmi sé á framkvæmd, talningu og kosningu milli kjördæma og kosningastaða.

„Það virðist vera að hver kjörstjórn sé að túlka kosningalögin á mismunandi hátt, en við teljum að þetta ætti að vel skilgreint og yfir allan vafa hafið.“

Björn bendir meðal annars á að hlutverk umboðsmanna flokkanna á kjörstað sé mismunandi eftir kjördæmum. Þannig voru umboðsmenn í Suðurkjördæmi settir í að flokka atkvæði á meðan kollegum þeirra í Reykjavík var meinað að koma inn í talningaherbergi.

Í athugasemdum Pírata kemur einnig fram að sjálf talning kjörseðla hafi verið mismunandi eftir talningarstöðum. Þannig voru atkvæðin talin upp úr kassa í Suðurkjördæmi og látin stemma við kjörbækur um fjölda atkvæða. Píratar benda á að það hafi ekki verið gert í Reykjavíkurkjördæmi suður.

„Þetta voru það mörg atkvæði og ósamræmi það mikið á milli kjördæma að okkur fannst rétt að þetta þyrfti að rannsaka, hvernig þetta fór fram allt saman.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×