Frjókornaofnæmi algengara en áður var talið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2013 20:16 Allir helstu ofnæmissérfræðingar á Norðurlöndunum komu saman til fundar á Reykjavik Natura um helgina til að ræða nýjustu rannsóknir í faginu. Á meðal þeirra sem hélt þar erindi var Norðmaðurinn Torgeir Storaas sem er ofnæmissérfræðingur og háls-, nef- og eyrnalæknir. Hann hefur rannsakað frjókornaofnæmi og segir það mun algengara en áður var talið. Ástæðan er aðallega sú að venjuleg ofnæmispróf sem notuð eru ná ekki greina alla þá sem haldnir eru ofnæminu. „Við höfum haft sérstakan áhuga á þessu undanfarinn áratug og hafa rannsóknir sýnt fram á að þótt ofnæmispróf sé neikvætt í blóðprufu og neikvætt samkvæmt húðprófi getur maður þó framleitt staðbundið mótefni í nefi vegna þess að maður getur haft ofnæmi í nösum,“ segir Torgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þannig séu mun fleiri sem eru með langvinnar nefstíflur með ofnæmi en áður var talið eða allt að 25%. Hann segir að talið sé að allt að 40% fólks sé með frjókornaofnæmi. Torgeir hefur gert tilraunir með að setja ofnæmisvaka beint í nefholið til að geta greint ofnæmið í stað húðprófs á handlegg eða annarra leiða sem venjulega eru notaðar. Með þessu segir hann að hægt sé að greina fleiri en áður. „Því getur sjúklingum gagnast hefðbundin ofnæmislyf. Burtséð frá ofnæmislyfjum munu margir sem eru með bólgur í nefi sem eru ekki af völdum ofnæmis þó reyna að nýta sér sama lyfið. En við þurfum að vinna meira í þessu og reyna að finna góðar aðferðir til að mæla þetta í nefi.“ Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Allir helstu ofnæmissérfræðingar á Norðurlöndunum komu saman til fundar á Reykjavik Natura um helgina til að ræða nýjustu rannsóknir í faginu. Á meðal þeirra sem hélt þar erindi var Norðmaðurinn Torgeir Storaas sem er ofnæmissérfræðingur og háls-, nef- og eyrnalæknir. Hann hefur rannsakað frjókornaofnæmi og segir það mun algengara en áður var talið. Ástæðan er aðallega sú að venjuleg ofnæmispróf sem notuð eru ná ekki greina alla þá sem haldnir eru ofnæminu. „Við höfum haft sérstakan áhuga á þessu undanfarinn áratug og hafa rannsóknir sýnt fram á að þótt ofnæmispróf sé neikvætt í blóðprufu og neikvætt samkvæmt húðprófi getur maður þó framleitt staðbundið mótefni í nefi vegna þess að maður getur haft ofnæmi í nösum,“ segir Torgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þannig séu mun fleiri sem eru með langvinnar nefstíflur með ofnæmi en áður var talið eða allt að 25%. Hann segir að talið sé að allt að 40% fólks sé með frjókornaofnæmi. Torgeir hefur gert tilraunir með að setja ofnæmisvaka beint í nefholið til að geta greint ofnæmið í stað húðprófs á handlegg eða annarra leiða sem venjulega eru notaðar. Með þessu segir hann að hægt sé að greina fleiri en áður. „Því getur sjúklingum gagnast hefðbundin ofnæmislyf. Burtséð frá ofnæmislyfjum munu margir sem eru með bólgur í nefi sem eru ekki af völdum ofnæmis þó reyna að nýta sér sama lyfið. En við þurfum að vinna meira í þessu og reyna að finna góðar aðferðir til að mæla þetta í nefi.“
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira