Og nú hafa þeir Vladimír Pútín, forseti Rússlands og hasarmyndahetjan Steven Seagal, snúið bökum saman í baráttunni fyrir bættri heilsu Rússa.
Forsetinn vill innleiða á ný svokallaða GTO-líkamsræktaráætlun sem á rætur sínar að rekja til Stalín-tímans, en yfirskrift hennar var „Tilbúinn til vinnu og varna".
Sagði forsetinn á kynningarfundi, sem haldinn var í æfingasal fyrir bardagaíþróttir, að kerfið eigi að stuðla að bættum lífstíl ungs fólks, en unnið yrði að því í samvinnu við skóla og íþróttakennara.
Seagal, sem er gríðarlega vinsæll í Rússlandi og hefur heimsótt Pútín nokkrum sinnum áður, var á svæðinu og saman horfðu þessir sextugu kumpánar á ungmenni berjast.

