Innlent

Slasaðist í árekstri við Litlu kaffistofuna

Ökumaður fólksbíls slasaðist í hörðum árekstri fólksbíls og flutningabíls á Suðurlandsvegi rétt austan við Litlu Kaffistofuna um klukkan hálf tíu í morgun.

Hann var fluttur á  slysadeild Landsspítalans þar sem gert var að sárum hans, en fólksbíllinn er það mikið skemmdur að fjarlægja þurfti hann með kranabíl. Bílarnir voru báðir á austurleið og eru tildrög óljós, en hinn slasaði er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×