Innlent

Þingmenn þjálfa upp kærleika

Hrund Þórsdóttir skrifar
Tolli segir bókina, sem hann myndskreytti, geyma alhliða skilgreiningu á kærleikanum og rök fyrir því af hverju fólk ætti að iðka hann. Hann segir kærleikann sammennskt lögmál. „En flest okkar erum meira og minna utan þjónustusvæðis við þessa orku og til þess að við getum tengst þessari sjálfsögðu orku sem við höfum öll þurfum við að fá upplýsingar um hvað þetta er og leiðbeiningar til þess. Það er svo stutt vegalengd frá mér í reiðina og gremjuna, ég þarf enga handleiðslu í því, en að fara yfir í kærleikann er oft snúnara,“ sagði Tolli.

Hvernig líst þér á þetta?

„Mér líst afskaplega vel á þetta. Þetta er mjög vel til fundið. Kærleikurinn er boðskapur sem á erindi til allra og ekki síst þingmanna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, var á sama máli og sagði gjöfina viðeigandi. „Nú er upphaf aðventunnar sem er tími kærleikans en hjá okkur þingmönnum er þetta líka mikill annatími. Við erum að takast á við erfið mál, fjárlögin og þau kalla stundum á átök. Þess vegna er ekki síst gott fyrir okkur að hafa þessi vísdómsorð um kærleikann í heiðri, einmitt á þessari stundu.“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var líka ánægð með sína bók. „Þetta er mjög gott innlegg inn í umræðuna um að við þurfum að rækta garðinn okkar vel og vera í tengslum við kærleikann inni í okkur til að við getum miðlað honum til annarra. Við þurfum að þroska og efla kærleikann og mér sýnist gríðarlega góðar æfingar í þessari bók sem ég vona að allir þingmenn æfi sig í að gera, daglega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×