Lífið

KK og Ellen með jólagleði

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Á tónleikunum koma fram, ásamt KK og Ellen, margir af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar.
Á tónleikunum koma fram, ásamt KK og Ellen, margir af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar.
„Þetta var tekið upp í fyrra, þegar við héldum jólatónleika í Eldborginni í Hörpu,“ segir tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, en hann er ásamt systur sinni, Ellen Kristjánsdóttur, að gefa út jólatónleika frá því í fyrra, á geisladisk og mynddisk.

KK og Ellen flytja lög af jólaplötunum sínum ásamt vel völdum lögum frá ferlinum. Gestir á tónleikunum voru Mugison, Magnús Eiríksson, Elín Ey, Sigríður Eyþórsdóttir, Elísabet Eyþórsdóttir og Þorsteinn Einarsson. Á meðal laga á tónleikunum eru Yfir fannhvíta jörð, Hin fyrstu jól, Skín í rauðar skotthúfur og Nóttin var sú ágæt ein, ásamt mörgum fleiri perlum.

Þá verða þau með jólatónleika víða í núna desember. „Við erum með ferna tónleika í Salnum í Kópavogi en það er uppselt á þrenna þeirra.“ Þá koma þau meðal annars fram á Café Rosenberg, Fríkirkjunni í Hafnarfirði og í Landnámssetrinu í Borgarnesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.