Innlent

Umferð gengur hægt

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Pjetur
Leiðindafærð er á höfuðborgarsvæðinu nú í morgun og gengur umferðin hægt fyrir sig. Töluverður snjór er á flestum götum borgarinnar og samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir á helstu stofnbrautum að höfuðborgarsvæðinu. Þaðan hefur þó ekki borið á neinum vandamálum í morgun.

Samkvæmt Umferðardeild lögreglunnar hefur umferðin í morgun verið tiltölulega óhappalítil þó hún gangi mjög hægt. Engin umferðaróhöpp hafa komið inn á borð lögreglunnar í morgun.

Lögreglan biðlar til fólks, eins og áður, að gefa sér meiri tíma í umferðinni þegar færðin er eins og hún er. Í gær var birt tilkynning frá lögreglunni þar sem aðilar í umferðinni voru beðnir um að sýna aðgát í umferðinni í desember. „Stöndum undir ábyrgð okkar í umferðinni og gerum þá daga slysalausa sem eftir eru af árinu,“ stóð í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×