Borgarfulltrúi segir bætur letja til vinnu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 12. október 2013 07:00 Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segir að kostnaður hverrar fjölskyldu í Reykjavík vegna fjárhagsaðstoðar hafi aukist um 250 prósent frá árinu 2008. Þá hafi þessi kostnaður numið rúmum 52 þúsundum króna á ári á hverja fjölskyldu, en sé kominn upp í rúmar 130 þúsund krónur. Tekist var á um málið á fundi velferðarráðs borgarráðs á fimmtudag. Samkvæmt lögum er sveitarfélögum skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem geta ekki séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Vaxtabætur og húsaleigubætur mæta mismunandi kostnaði vegna húsnæðis.Áslaug FriðriksdóttirÁslaug segir að stærstu mistök meirihlutans hafi komið fram í upphafi kjörtímabilsins þegar ákveðið var að hækka fjárhagsaðstoð þrátt fyrir að augljóst væri að slíkt myndi draga úr fjárhagslegum hvata fólks til að fara út á vinnumarkað. „Maður sér hvert stefnir. Sjötíu prósent þeirra sem fá fjárhagsaðstoð eru undir fertugu. Það er ákveðin linkind gagnvart þessu kerfi því fólk þarf ekki að inna af hendi neinar skyldur eða láta eitthvað á móti til samfélagsins til að fá fjárhagsaðstoð.“ Áslaug segir að munurinn á milli þess sem fólk fær í fjárhagsaðstoð og lámarkslauna sé of lítill. Launamaðurinn borgi skatta og skyldur. Þegar upp sé staðið sé munurinn um átta þúsund krónur á milli þess sem launamaðurinn fær og þess sem þiggur fjárhagsaðstoð. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, við vinnslu fréttarinnar en fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins létu bóka á fundi velferðarráðs að heildarupphæð fjárhagsaðstoðar hefði fyrst og fremst hækkað undanfarin ár vegna aukins fjölda notenda. Aukinn fjöldi þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar haldist fyrst og fremst í hendur við atvinnuleysistölur. „Með minnkandi atvinnuleysi fari þeim sem þurfa fjárhagsaðstoð einnig fækkandi.“ Þá segir hún að samfara mikilli verðbólgu í kjölfar gengishruns krónunnar hafi kostnaður nauðsynja hækkað og ekki sé forsvaranlegt að fjárhagsaðstoð dugi ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.Í bókun meirihluta borgarstjórnar í velferðarráði segir að fjölgun þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð haldist í hendur við fjölda atvinnulausra. Meirihlutinn telur að þeim sem þurfa aðstoð fækki þegar atvinnulausum fækkar.fréttablaðið/stefán Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segir að kostnaður hverrar fjölskyldu í Reykjavík vegna fjárhagsaðstoðar hafi aukist um 250 prósent frá árinu 2008. Þá hafi þessi kostnaður numið rúmum 52 þúsundum króna á ári á hverja fjölskyldu, en sé kominn upp í rúmar 130 þúsund krónur. Tekist var á um málið á fundi velferðarráðs borgarráðs á fimmtudag. Samkvæmt lögum er sveitarfélögum skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem geta ekki séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Vaxtabætur og húsaleigubætur mæta mismunandi kostnaði vegna húsnæðis.Áslaug FriðriksdóttirÁslaug segir að stærstu mistök meirihlutans hafi komið fram í upphafi kjörtímabilsins þegar ákveðið var að hækka fjárhagsaðstoð þrátt fyrir að augljóst væri að slíkt myndi draga úr fjárhagslegum hvata fólks til að fara út á vinnumarkað. „Maður sér hvert stefnir. Sjötíu prósent þeirra sem fá fjárhagsaðstoð eru undir fertugu. Það er ákveðin linkind gagnvart þessu kerfi því fólk þarf ekki að inna af hendi neinar skyldur eða láta eitthvað á móti til samfélagsins til að fá fjárhagsaðstoð.“ Áslaug segir að munurinn á milli þess sem fólk fær í fjárhagsaðstoð og lámarkslauna sé of lítill. Launamaðurinn borgi skatta og skyldur. Þegar upp sé staðið sé munurinn um átta þúsund krónur á milli þess sem launamaðurinn fær og þess sem þiggur fjárhagsaðstoð. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, við vinnslu fréttarinnar en fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins létu bóka á fundi velferðarráðs að heildarupphæð fjárhagsaðstoðar hefði fyrst og fremst hækkað undanfarin ár vegna aukins fjölda notenda. Aukinn fjöldi þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar haldist fyrst og fremst í hendur við atvinnuleysistölur. „Með minnkandi atvinnuleysi fari þeim sem þurfa fjárhagsaðstoð einnig fækkandi.“ Þá segir hún að samfara mikilli verðbólgu í kjölfar gengishruns krónunnar hafi kostnaður nauðsynja hækkað og ekki sé forsvaranlegt að fjárhagsaðstoð dugi ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.Í bókun meirihluta borgarstjórnar í velferðarráði segir að fjölgun þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð haldist í hendur við fjölda atvinnulausra. Meirihlutinn telur að þeim sem þurfa aðstoð fækki þegar atvinnulausum fækkar.fréttablaðið/stefán
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira