Borgarfulltrúi segir bætur letja til vinnu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 12. október 2013 07:00 Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segir að kostnaður hverrar fjölskyldu í Reykjavík vegna fjárhagsaðstoðar hafi aukist um 250 prósent frá árinu 2008. Þá hafi þessi kostnaður numið rúmum 52 þúsundum króna á ári á hverja fjölskyldu, en sé kominn upp í rúmar 130 þúsund krónur. Tekist var á um málið á fundi velferðarráðs borgarráðs á fimmtudag. Samkvæmt lögum er sveitarfélögum skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem geta ekki séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Vaxtabætur og húsaleigubætur mæta mismunandi kostnaði vegna húsnæðis.Áslaug FriðriksdóttirÁslaug segir að stærstu mistök meirihlutans hafi komið fram í upphafi kjörtímabilsins þegar ákveðið var að hækka fjárhagsaðstoð þrátt fyrir að augljóst væri að slíkt myndi draga úr fjárhagslegum hvata fólks til að fara út á vinnumarkað. „Maður sér hvert stefnir. Sjötíu prósent þeirra sem fá fjárhagsaðstoð eru undir fertugu. Það er ákveðin linkind gagnvart þessu kerfi því fólk þarf ekki að inna af hendi neinar skyldur eða láta eitthvað á móti til samfélagsins til að fá fjárhagsaðstoð.“ Áslaug segir að munurinn á milli þess sem fólk fær í fjárhagsaðstoð og lámarkslauna sé of lítill. Launamaðurinn borgi skatta og skyldur. Þegar upp sé staðið sé munurinn um átta þúsund krónur á milli þess sem launamaðurinn fær og þess sem þiggur fjárhagsaðstoð. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, við vinnslu fréttarinnar en fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins létu bóka á fundi velferðarráðs að heildarupphæð fjárhagsaðstoðar hefði fyrst og fremst hækkað undanfarin ár vegna aukins fjölda notenda. Aukinn fjöldi þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar haldist fyrst og fremst í hendur við atvinnuleysistölur. „Með minnkandi atvinnuleysi fari þeim sem þurfa fjárhagsaðstoð einnig fækkandi.“ Þá segir hún að samfara mikilli verðbólgu í kjölfar gengishruns krónunnar hafi kostnaður nauðsynja hækkað og ekki sé forsvaranlegt að fjárhagsaðstoð dugi ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.Í bókun meirihluta borgarstjórnar í velferðarráði segir að fjölgun þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð haldist í hendur við fjölda atvinnulausra. Meirihlutinn telur að þeim sem þurfa aðstoð fækki þegar atvinnulausum fækkar.fréttablaðið/stefán Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segir að kostnaður hverrar fjölskyldu í Reykjavík vegna fjárhagsaðstoðar hafi aukist um 250 prósent frá árinu 2008. Þá hafi þessi kostnaður numið rúmum 52 þúsundum króna á ári á hverja fjölskyldu, en sé kominn upp í rúmar 130 þúsund krónur. Tekist var á um málið á fundi velferðarráðs borgarráðs á fimmtudag. Samkvæmt lögum er sveitarfélögum skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem geta ekki séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Vaxtabætur og húsaleigubætur mæta mismunandi kostnaði vegna húsnæðis.Áslaug FriðriksdóttirÁslaug segir að stærstu mistök meirihlutans hafi komið fram í upphafi kjörtímabilsins þegar ákveðið var að hækka fjárhagsaðstoð þrátt fyrir að augljóst væri að slíkt myndi draga úr fjárhagslegum hvata fólks til að fara út á vinnumarkað. „Maður sér hvert stefnir. Sjötíu prósent þeirra sem fá fjárhagsaðstoð eru undir fertugu. Það er ákveðin linkind gagnvart þessu kerfi því fólk þarf ekki að inna af hendi neinar skyldur eða láta eitthvað á móti til samfélagsins til að fá fjárhagsaðstoð.“ Áslaug segir að munurinn á milli þess sem fólk fær í fjárhagsaðstoð og lámarkslauna sé of lítill. Launamaðurinn borgi skatta og skyldur. Þegar upp sé staðið sé munurinn um átta þúsund krónur á milli þess sem launamaðurinn fær og þess sem þiggur fjárhagsaðstoð. Ekki náðist í Björk Vilhelmsdóttur, formann velferðarráðs, við vinnslu fréttarinnar en fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins létu bóka á fundi velferðarráðs að heildarupphæð fjárhagsaðstoðar hefði fyrst og fremst hækkað undanfarin ár vegna aukins fjölda notenda. Aukinn fjöldi þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar haldist fyrst og fremst í hendur við atvinnuleysistölur. „Með minnkandi atvinnuleysi fari þeim sem þurfa fjárhagsaðstoð einnig fækkandi.“ Þá segir hún að samfara mikilli verðbólgu í kjölfar gengishruns krónunnar hafi kostnaður nauðsynja hækkað og ekki sé forsvaranlegt að fjárhagsaðstoð dugi ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.Í bókun meirihluta borgarstjórnar í velferðarráði segir að fjölgun þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð haldist í hendur við fjölda atvinnulausra. Meirihlutinn telur að þeim sem þurfa aðstoð fækki þegar atvinnulausum fækkar.fréttablaðið/stefán
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira