Lífið

Beckham í breska barnatímann

David Beckham lagði skóna á hilluna í vor. Hann snýr sér nú að dagskrárgerð.
getty/nordicphotos
David Beckham lagði skóna á hilluna í vor. Hann snýr sér nú að dagskrárgerð. getty/nordicphotos
Knattspyrnugoðið David Beckham mun stjórna sjónvarpsþáttum á íþróttarásinni Sky Sports, en þættirnir munu snúa að því að hvetja unga krakka til þess að stunda íþróttir.

Þættirnir bera nafnið Game Changers og fara í loftið í ágúst. Meðstjórnandi Beckhams verður engin önnur en Jessica Ennis, Ólympíumeistari í sjöþraut kvenna.

„Það er ákveðið markmið hjá mér að geta veitt ungu fólki innblástur til að vera virkari í íþróttum. Ég hlakka til að vera partur af góðum hóp íþróttamanna sem taka þátt í Game Changers og sem allir hafa metnað fyrir því að láta hlutina gerast,“ sagði Beckham í viðtali við dagblaðið The Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.