Enski boltinn

Elti rútu Arsenal í átta kílómetra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn enska knattspyrnuliðsins Arsenal eru staddir þessa dagana í Asíu þar sem liðið tekur þátt á í æfingaleikjum til undirbúnings fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal mun leika við lið í Indónesíu, Víetnam og Japan á næstu dögum.

Skemmtilegt atvik átti sér stað þegar liðið var á leiðinni á hótel sitt en aðdáandi liðsins gerði sér lítið fyrir og hljóp heila átta kílómetra á eftir rútu liðsins.

Alveg þar til að leikmenn Arsenal ákváðu að hleypa manninum inn og meðal annars árita Arsenal treyjuna sem maðurinn var klæddur í.

Hér að ofan má sjá myndband af atvikinu þar sem Wojciech Szczęsny, markvörður liðsins, fer í gegnum málin með áhorfendanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×