Innlent

Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Reykjavíkur með fimm manns til aðhlynningar á bráðamóttöku.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Reykjavíkur með fimm manns til aðhlynningar á bráðamóttöku.
Karl og kona eru alvarlega slösuð eftir að jeppabifreið og stór fólksbiðfreið lentu í árekstri austan við Jökulsárlón. Lögreglan á Höfn fékk tilkynningu um slysið um hálf fimm leitið í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kjölfarið og var hún komin á slysstað laust fyrir klukkan hálf sjö.

Lögreglumaður á slysstað sagði í samtali við Vísi að þyrlan væri farin aftur til Reykjavíkur með fimm manns til aðhlynningar á bráðamóttöku. Aðrir farþegar voru fluttir til skoðunar á heilsugæslustöðina á Höfn.

Bílarnir eru mikið skemmdir, en þeir höfnuðu utan vegar.

Samtals voru tólf manns í bílunum, þar af 6 börn. Að sögn lögreglu sluppu börnin vel en eins og áður segir eru karl og kona alvarlega slösuð. Klippa þurfti konuna út úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×