Sara Björk: Erum að skrifa okkur í sögubækurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2013 22:22 Sara skellir sér yfir grindverkið til að hitta fjölskyldu sína Mynd / Óskaró Sara Björk Gunnarsdóttir harkaði af sér veikindin og hjálpaði íslenska kvennalandsliðinu að vinna 1-0 sigur á Hollandi og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð. „Mér líður rosalega vel og ég trúi því varla að við höfum náð þessu," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir eftir leikinn. Hún þurfti að fara af velli í síðasta leik vegna magakramba og var tæp fyrir leikinn. „Ég fann aðeins fyrir þessu fyrir leik en fékk smá lyf frá læknunum og þau fóru að virka þegar ég var farin að spila. Ég fann lítið fyrir því nema kannski í endann og þá píndi ég mig aðeins," sagði Sara. „Ég var ekki að taka þessa geðveiku spretti og var bara að reyna að halda mér í góðri stöðu. Ég hugsaði aðallega um að vera rétt staðsett ef þær myndu sækja á okkur. Ég fann alveg fyrir því að ég var ekki alveg hundrað prósent. Það hjálpaði til að við vorum svolítið aftarlega á vellinum og vorum að reyna að loka á þær. Það voru ekki eins mikil hlaup," sagði Sara. „Þetta er magnaður árangur og við erum að skrifa okkur í sögubækurnar. Það er gaman að sýna því fólki sem hafði enga trú á okkur hversu góðar við erum. Vonandi fara fleiri að sjá okkur spila í átta liða úrslitin og byrja að hafa meiri trú á okkur," sagði Sara. Íslenska liðið kom með mikið sjálfstraust og trú inn í leikinn á móti Hollandi. „Það var ekki svo mikil pressa á okkar liði. Hin liðin bjuggust ekki við neinu af okkur vegna þess að við erum ekki búnar að eiga gott ár. Við komum sem litla liðið inn í þennan riðil en það mikilvægasta var að við höfðum trú á okkur sjálfum og á okkar markmiði sem við lögðum upp með í byrjun móts," sagði Sara. „Þessi stund mun sitja vel í manni," sagði Sara. „Við megum ekki vera saddar en við megum verra glaðar í kvöld. Svo verðum við að fara hugsa um næsta leik," sagði Sara sem gæti verið á móti Svíum eða Frökkum. „Það væri gaman að mæta Svíum. Við erum margar búnar að spila lengi í Svíþjóð. Þarna yrði líka frábær stemmning og mikið af fólki á vellinum. Það skiptir svo sem ekki miklu máli hvoru liðinu við mætum en við ætlum bara að halda áfram," sagði Sara. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir harkaði af sér veikindin og hjálpaði íslenska kvennalandsliðinu að vinna 1-0 sigur á Hollandi og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð. „Mér líður rosalega vel og ég trúi því varla að við höfum náð þessu," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir eftir leikinn. Hún þurfti að fara af velli í síðasta leik vegna magakramba og var tæp fyrir leikinn. „Ég fann aðeins fyrir þessu fyrir leik en fékk smá lyf frá læknunum og þau fóru að virka þegar ég var farin að spila. Ég fann lítið fyrir því nema kannski í endann og þá píndi ég mig aðeins," sagði Sara. „Ég var ekki að taka þessa geðveiku spretti og var bara að reyna að halda mér í góðri stöðu. Ég hugsaði aðallega um að vera rétt staðsett ef þær myndu sækja á okkur. Ég fann alveg fyrir því að ég var ekki alveg hundrað prósent. Það hjálpaði til að við vorum svolítið aftarlega á vellinum og vorum að reyna að loka á þær. Það voru ekki eins mikil hlaup," sagði Sara. „Þetta er magnaður árangur og við erum að skrifa okkur í sögubækurnar. Það er gaman að sýna því fólki sem hafði enga trú á okkur hversu góðar við erum. Vonandi fara fleiri að sjá okkur spila í átta liða úrslitin og byrja að hafa meiri trú á okkur," sagði Sara. Íslenska liðið kom með mikið sjálfstraust og trú inn í leikinn á móti Hollandi. „Það var ekki svo mikil pressa á okkar liði. Hin liðin bjuggust ekki við neinu af okkur vegna þess að við erum ekki búnar að eiga gott ár. Við komum sem litla liðið inn í þennan riðil en það mikilvægasta var að við höfðum trú á okkur sjálfum og á okkar markmiði sem við lögðum upp með í byrjun móts," sagði Sara. „Þessi stund mun sitja vel í manni," sagði Sara. „Við megum ekki vera saddar en við megum verra glaðar í kvöld. Svo verðum við að fara hugsa um næsta leik," sagði Sara sem gæti verið á móti Svíum eða Frökkum. „Það væri gaman að mæta Svíum. Við erum margar búnar að spila lengi í Svíþjóð. Þarna yrði líka frábær stemmning og mikið af fólki á vellinum. Það skiptir svo sem ekki miklu máli hvoru liðinu við mætum en við ætlum bara að halda áfram," sagði Sara.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira