Annað sætið ætti að duga íslenska liðinu í umspil Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2013 06:30 Aron Einar og félagar á æfingu í gær. mynd/pjetur 53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. Fjölmargar þjóðir geta tryggt sér efsta sæti síns riðils í kvöld en einnig er hart barist um annað sætið í riðlinum. Sigurvegarar riðlanna níu fara beint í lokakeppnina. Átta af þeim níu liðum sem hafna í öðru sæti spila svo leiki um fjögur laus sæti í Brasilíu. Til að meta hvaða átta lið komast í umspilið er miðað við árangur gegn liðum í fyrsta, þriðja, fjórða og fimmta sæti riðilsins. Þannig telja ekki úrslitin gegn liðinu í neðsta sæti enda fimm lið í einum riðlinum. Noregur situr sem stendur í 2. sæti E-riðils okkar Íslendinga. Sem stendur er Noregur það lið í 2. sæti riðlanna með lakastan árangur eins og sést hér að neðan og kæmist því ekki í umspilið. Þar spilar inn í að sex af ellefu stigum Norðmanna komu gegn Kýpur sem situr í neðsta sæti riðilsins. Í samanburði liðanna í öðru sæti riðlanna hefur Noregur aðeins fimm stig.Staða liðanna í öðru sæti riðlanna eftir sex leiki Þjóð (riðill) Stig *Króatía (A) 17 Grikkland (G) 13 Rússland (F) 12 Frakkland (I) 11 Rúmenía (D) 10 Svartfjallaland 9 (H) **Svíþjóð (C) 8 Búlgaría (B) 7 Noregur (E) 5 *Króatar hafa spilað sjö leiki **Svíar hafa spilað fimm leik Ísland, sem situr í fjórða sæti riðilsins sem stendur, hefur tíu stig. Ekkert þeirra kom gegn botnliðinu, Kýpur. Liðið tapaði ytra gegn Kýpur en á heimaleikinn eftir í október. Sigur á Albönum í kvöld er af þeim sökum mikilvægari en sigur gegn Kýpur síðar í mánuðinum hafni Kýpur í botnsæti riðilsins sem allt bendir til. Sigur í kvöld væri risaskref í átt að öðru sæti riðilsins. Þá hefði Ísland þrettán stig og ekkert þeirra væri úr leikjum gegn botnliðinu. Til að komast í umspilið fyrir fjórum árum var síðasta lið inn í umspilið með tólf stig. Noregur sat eftir með tíu stig. Sama fyrirkomulag var og nú. Mikið þyrfti að ganga á til þess að annað sætið í riðlinum dygði ekki Íslandi takist landsliðinu á annað borð að landa því sæti. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
53 Evrópuþjóðir berjast um þrettán farseðla í lokakeppni heimsmeistarmótsins í Brasilíu á næsta ári. Fjölmargar þjóðir geta tryggt sér efsta sæti síns riðils í kvöld en einnig er hart barist um annað sætið í riðlinum. Sigurvegarar riðlanna níu fara beint í lokakeppnina. Átta af þeim níu liðum sem hafna í öðru sæti spila svo leiki um fjögur laus sæti í Brasilíu. Til að meta hvaða átta lið komast í umspilið er miðað við árangur gegn liðum í fyrsta, þriðja, fjórða og fimmta sæti riðilsins. Þannig telja ekki úrslitin gegn liðinu í neðsta sæti enda fimm lið í einum riðlinum. Noregur situr sem stendur í 2. sæti E-riðils okkar Íslendinga. Sem stendur er Noregur það lið í 2. sæti riðlanna með lakastan árangur eins og sést hér að neðan og kæmist því ekki í umspilið. Þar spilar inn í að sex af ellefu stigum Norðmanna komu gegn Kýpur sem situr í neðsta sæti riðilsins. Í samanburði liðanna í öðru sæti riðlanna hefur Noregur aðeins fimm stig.Staða liðanna í öðru sæti riðlanna eftir sex leiki Þjóð (riðill) Stig *Króatía (A) 17 Grikkland (G) 13 Rússland (F) 12 Frakkland (I) 11 Rúmenía (D) 10 Svartfjallaland 9 (H) **Svíþjóð (C) 8 Búlgaría (B) 7 Noregur (E) 5 *Króatar hafa spilað sjö leiki **Svíar hafa spilað fimm leik Ísland, sem situr í fjórða sæti riðilsins sem stendur, hefur tíu stig. Ekkert þeirra kom gegn botnliðinu, Kýpur. Liðið tapaði ytra gegn Kýpur en á heimaleikinn eftir í október. Sigur á Albönum í kvöld er af þeim sökum mikilvægari en sigur gegn Kýpur síðar í mánuðinum hafni Kýpur í botnsæti riðilsins sem allt bendir til. Sigur í kvöld væri risaskref í átt að öðru sæti riðilsins. Þá hefði Ísland þrettán stig og ekkert þeirra væri úr leikjum gegn botnliðinu. Til að komast í umspilið fyrir fjórum árum var síðasta lið inn í umspilið með tólf stig. Noregur sat eftir með tíu stig. Sama fyrirkomulag var og nú. Mikið þyrfti að ganga á til þess að annað sætið í riðlinum dygði ekki Íslandi takist landsliðinu á annað borð að landa því sæti.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira