Fótbolti

Hodgson: Höfum undirbúið okkur undir bikarúrslitaleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Roy Hodgson
Roy Hodgson Mynd / Getty Images
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að lið sitt hafi verið að undirbúa sig undir bikarúrslitaleik undanfarna daga.

Leikmenn enska landsliðsins líta á leikinn gegn Úkraínu í kvöld eins og bikarúrslitaleik og ekkert nema sigur kemur því til greina.

Leikurinn fer fram í kvöld í Úkraínu og mætast þar tvö efstu liðin í H-riðli í undankeppni HM í Brasilíu sem fram fer á næsta ári.

Sigurvegarinn í leiknum verður í efsta sæti riðilsins fyrir lokaleikina tvo. 

„Þetta eru tvö verulega góð lið sem eru að fara mætast í þessum leik,“ sagði Roy Hodgson.

„Báðar þessar þjóðir hafa burði til að vinna þennan riðil og því lítum við á leikinn gegn Úkraínu sem einskonar bikarúrslitaleik.“

„Maður vinnur aldrei leiki með því að vera varkár allan leikinn og taka engar áhættur. Lið þurfa alltaf að skora fleiri mörk en andstæðingarnir og það verður við að gera í Úkraínu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×