Fótbolti

Hólmfríður niðurbrotin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fríða í baráttunni gegn Hollandi í dag.
Fríða í baráttunni gegn Hollandi í dag. Nordicphotos/Getty
„Hólmfríður gaf allt sem hún átti í þennan leik," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Íslands í leikslok í viðtali við Rúv.

Hólmfríður Magnúsdóttir, kantmaður Íslands, fékk að líta gula spjaldið undir lok sigurleiks Íslands gegn Hollandi á EM í dag. Fyrir vikið verður hún í leikbanni í átta liða úrslitunum.

„Hún fórnaði sér fyrir liðið og við þökkum henni fyrir með því að gefa allt sem við eigum í næsta leik," sagði Sigurður Ragnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×