„Í okkar höndum hvort við förum áfram eða ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2013 07:00 Ekki fara fram úr þér. Kolbeinn Sigþórsson sendir Ragnari Sigurðssyni skilaboð á æfingu liðsins í gær. Okkar menn virkuðu vel stemmdir og virtust komnir niður á jörðina eftir björgunarafrekið í Bern á föstudaginn.Fréttablaðið/Pjetur Eftir endurkomuna ótrúlegu í Sviss eru Albanir næsti réttur á matseðlinum. Þótt andstæðingurinn sé hærra skrifaður segja strákarnir fullkomlega eðilegt að þjóðin krefjist sigurs enda komist liðið ekki upp með tap. „Þó svo að þetta hafi verið frækið stig í Sviss þá var þetta bara eitt stig. Þótt það hjálpi okkur og sé góður bónus skilar það engum árangri til lengdar,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins. Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli í kvöld en bæði lið eygja von um sæti í lokakeppni HM. Hvorugt landsliðið hefur komist í lokakeppni stórmóts en bæði lið hafa tíu stig eftir sjö leiki í riðlinum. „Þeir eiga bullandi möguleika líkt og fleiri lið,“ segir fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Akureyringurinn bendir á að fleiri lið eigi möguleika enda riðillinn sérstaklega jafn og opinn. „Það er í okkar höndum hvort við viljum fara áfram eða ekki. Þetta snýst um vilja og við viljum þetta. Það er klárt.“ Jafntefli Sviss og Íslands opnaði E-riðilinn upp á gátt. Sviss missti traustatak sitt af efsta sæti riðilsins í bili og Norðmenn gætu andað hraustlega ofan í hálsmálið á þeim með sigri í Ósló í kvöld. Ísland og Albanía gætu um leið blandað sér í baráttuna um toppsætið og í það minnsta stigið stórt skref í átt að öðru sæti riðilsins sem ætti að gefa sæti í umspilsleikjum. Sigur hjá Sviss og jafntefli í Laugardalnum tryggir á hinn bóginn lærisveinum Ottmars Hitzfeld efsta sætið og farseðilinn til Brasilíu næsta sumar.Mótherjinn hærra skrifaður „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og líklega einn sá mikilvægasti hjá Íslandi frá upphafi,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, framherji liðsins. Kolbeinn opnaði markareikning sinn í undankeppninni í Bern og eru margir á því að Ísland eigi enn eftir að njóta þess besta sem hann hafi fram að færa. „Ég hef þurft minn tíma og leiki til að koma til baka,“ segir Kolbeinn sem var frá keppni stóran hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla. „Ég á nóg inni enn þá,“ segir framherjinn sem fór á kostum í 4-2 tapi gegn Slóvenum fyrr í sumar án þess þó að skora. Vonandi er að stíflan hafi brostið í Bern og sá tími sé upprunninn þar sem Kolbeinn fagnar mikilvægum mörkum með þúsundum áhorfenda á Laugardalsvelli. Sjálfur segist hann vona það. Mótherjann skal ekki vanmeta. Albanir sitja í 38. sæti styrkleikalista FIFA eða 32 sætum fyrir ofan Ísland. Þeir voru afar óheppnir í 1-0 tapi í Slóveníu á föstudag þar sem þeir voru sterkari aðilinn. Þeir lögðu Slóvena heima, unnu Noreg í Ósló í mars og voru ekki síðri aðilinn í leiknum gegn Íslandi í Tírana fyrir tæpu ári. Þá skildi glæsimark Gylfa Þórs Sigurðssonar liðin að þegar upp var staðið í leik sem óvíst var að færi fram vegna vatnselgs á vellinum. Þótt flestir landsmenn séu vongóðir um þrjú stig er langt í frá að sigurinn sé auðsóttur. Skipst hafa á skin og skúrir í undankeppninni hjá okkar mönnum. Mynstrið er ekki flóknara en það að eftir góð úrslit hafa úrslitin verið slæm. Það þarf að breytast í kvöld. „Við komumst ekki upp með það að spila slakan leik og tapa. Við verðum að ná í þrjú stig. Það er allt undir,“ segir Hannes Þór. Leikurinn hefst klukkan 19 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Eftir endurkomuna ótrúlegu í Sviss eru Albanir næsti réttur á matseðlinum. Þótt andstæðingurinn sé hærra skrifaður segja strákarnir fullkomlega eðilegt að þjóðin krefjist sigurs enda komist liðið ekki upp með tap. „Þó svo að þetta hafi verið frækið stig í Sviss þá var þetta bara eitt stig. Þótt það hjálpi okkur og sé góður bónus skilar það engum árangri til lengdar,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins. Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli í kvöld en bæði lið eygja von um sæti í lokakeppni HM. Hvorugt landsliðið hefur komist í lokakeppni stórmóts en bæði lið hafa tíu stig eftir sjö leiki í riðlinum. „Þeir eiga bullandi möguleika líkt og fleiri lið,“ segir fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Akureyringurinn bendir á að fleiri lið eigi möguleika enda riðillinn sérstaklega jafn og opinn. „Það er í okkar höndum hvort við viljum fara áfram eða ekki. Þetta snýst um vilja og við viljum þetta. Það er klárt.“ Jafntefli Sviss og Íslands opnaði E-riðilinn upp á gátt. Sviss missti traustatak sitt af efsta sæti riðilsins í bili og Norðmenn gætu andað hraustlega ofan í hálsmálið á þeim með sigri í Ósló í kvöld. Ísland og Albanía gætu um leið blandað sér í baráttuna um toppsætið og í það minnsta stigið stórt skref í átt að öðru sæti riðilsins sem ætti að gefa sæti í umspilsleikjum. Sigur hjá Sviss og jafntefli í Laugardalnum tryggir á hinn bóginn lærisveinum Ottmars Hitzfeld efsta sætið og farseðilinn til Brasilíu næsta sumar.Mótherjinn hærra skrifaður „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og líklega einn sá mikilvægasti hjá Íslandi frá upphafi,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, framherji liðsins. Kolbeinn opnaði markareikning sinn í undankeppninni í Bern og eru margir á því að Ísland eigi enn eftir að njóta þess besta sem hann hafi fram að færa. „Ég hef þurft minn tíma og leiki til að koma til baka,“ segir Kolbeinn sem var frá keppni stóran hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla. „Ég á nóg inni enn þá,“ segir framherjinn sem fór á kostum í 4-2 tapi gegn Slóvenum fyrr í sumar án þess þó að skora. Vonandi er að stíflan hafi brostið í Bern og sá tími sé upprunninn þar sem Kolbeinn fagnar mikilvægum mörkum með þúsundum áhorfenda á Laugardalsvelli. Sjálfur segist hann vona það. Mótherjann skal ekki vanmeta. Albanir sitja í 38. sæti styrkleikalista FIFA eða 32 sætum fyrir ofan Ísland. Þeir voru afar óheppnir í 1-0 tapi í Slóveníu á föstudag þar sem þeir voru sterkari aðilinn. Þeir lögðu Slóvena heima, unnu Noreg í Ósló í mars og voru ekki síðri aðilinn í leiknum gegn Íslandi í Tírana fyrir tæpu ári. Þá skildi glæsimark Gylfa Þórs Sigurðssonar liðin að þegar upp var staðið í leik sem óvíst var að færi fram vegna vatnselgs á vellinum. Þótt flestir landsmenn séu vongóðir um þrjú stig er langt í frá að sigurinn sé auðsóttur. Skipst hafa á skin og skúrir í undankeppninni hjá okkar mönnum. Mynstrið er ekki flóknara en það að eftir góð úrslit hafa úrslitin verið slæm. Það þarf að breytast í kvöld. „Við komumst ekki upp með það að spila slakan leik og tapa. Við verðum að ná í þrjú stig. Það er allt undir,“ segir Hannes Þór. Leikurinn hefst klukkan 19 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira