Þetta er ekkert grín Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. febrúar 2013 18:45 Skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur sagt upp störfum á Landspítalanum óttast um líf sjúklinga þar ef ekki verður hægt að koma í veg fyrir uppsagnir starfsmanna. Fjórum mannslífum var bjargað á skurðdeild Landspítalans aðfaranótt laugardags þar á meðal tveggja ára barni í andnauð og ungri þriggja barna móður sem fékk brátt og grafalvarlegt hjartaáfall. Erla Björk Birgisdóttir stóð vaktina ásamt þremur öðrum skurðhjúkrunarfræðingum en þegar heim var komið ákvað hún að skrifa bréf um atburði næturinnar og senda á fjölmiðla. „Ég var aðallega að hugsa um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi og stöðu sjúklinga eftir að stór hluti skurð- svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga ásamt fleirum kemur til með að ganga út af spítalanum 1.mars," segir hún. „Eins og ég minntist á í bréfinu með þessa ungu konu sem fékk þetta hjartaáfall. Ef það hefði þurft að senda hana erlendis þá hefði hún aldrei lifað af, ég er bara alveg sannfærð um það. Og fannst það mjög erfið tilhugsun." Þú hefur áhyggjur af sjúklingum sem eiga eftir að leggjast inn á spítalann eftir þennan tíma? „Já, mjög miklar." „Með skrifunum vildi ég hrista upp í stjórnmálamönnum og fjármálaráðherra þá kannski sérstaklega. Fá þá til að vakna upp og sjá að þetta er ekkert grín," segir Erla Björk. Spítalinn hefur gefið hjúkrunarfræðingum 280 sem sagt hafa upp til miðnættis á þriðjudagskvöld til að draga uppsagnirnar sínar tilbaka en starfsmannastjóri Landspítalans hefur sagt að nokkrir hafi gert það nú þegar. Sjálf segist Erla enn ekki vita hvort að hún ætli að draga sína uppsögn til baka. „Líkurnar minnka með hverjum deginum hjá mér, það þarf allavega eitthvað miklu meira að koma til heldur en það sem okkur var boðið og úrslitakostirnir sem okkur voru settir voru bara til þess að strá salti í sárið," segir hún. „Á venjulegum mánuði ef það er rólegt að gera þá er ég að fá svona 220 til 230 þúsund í vasann. Ef það er brjálæðislega mikið að gera, svona vaktir eins og í fyrrinótt og jafnvel tvær til þrjár svoleiðis sambærilegar, þá mögulega næ ég upp í 270 þúsund í vasann á mánuði," segir hún. Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara skammarlegt, algjörlega skammarlegt eftir 6 ára háskólanám og 13 ára reynslu." Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur sagt upp störfum á Landspítalanum óttast um líf sjúklinga þar ef ekki verður hægt að koma í veg fyrir uppsagnir starfsmanna. Fjórum mannslífum var bjargað á skurðdeild Landspítalans aðfaranótt laugardags þar á meðal tveggja ára barni í andnauð og ungri þriggja barna móður sem fékk brátt og grafalvarlegt hjartaáfall. Erla Björk Birgisdóttir stóð vaktina ásamt þremur öðrum skurðhjúkrunarfræðingum en þegar heim var komið ákvað hún að skrifa bréf um atburði næturinnar og senda á fjölmiðla. „Ég var aðallega að hugsa um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi og stöðu sjúklinga eftir að stór hluti skurð- svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga ásamt fleirum kemur til með að ganga út af spítalanum 1.mars," segir hún. „Eins og ég minntist á í bréfinu með þessa ungu konu sem fékk þetta hjartaáfall. Ef það hefði þurft að senda hana erlendis þá hefði hún aldrei lifað af, ég er bara alveg sannfærð um það. Og fannst það mjög erfið tilhugsun." Þú hefur áhyggjur af sjúklingum sem eiga eftir að leggjast inn á spítalann eftir þennan tíma? „Já, mjög miklar." „Með skrifunum vildi ég hrista upp í stjórnmálamönnum og fjármálaráðherra þá kannski sérstaklega. Fá þá til að vakna upp og sjá að þetta er ekkert grín," segir Erla Björk. Spítalinn hefur gefið hjúkrunarfræðingum 280 sem sagt hafa upp til miðnættis á þriðjudagskvöld til að draga uppsagnirnar sínar tilbaka en starfsmannastjóri Landspítalans hefur sagt að nokkrir hafi gert það nú þegar. Sjálf segist Erla enn ekki vita hvort að hún ætli að draga sína uppsögn til baka. „Líkurnar minnka með hverjum deginum hjá mér, það þarf allavega eitthvað miklu meira að koma til heldur en það sem okkur var boðið og úrslitakostirnir sem okkur voru settir voru bara til þess að strá salti í sárið," segir hún. „Á venjulegum mánuði ef það er rólegt að gera þá er ég að fá svona 220 til 230 þúsund í vasann. Ef það er brjálæðislega mikið að gera, svona vaktir eins og í fyrrinótt og jafnvel tvær til þrjár svoleiðis sambærilegar, þá mögulega næ ég upp í 270 þúsund í vasann á mánuði," segir hún. Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara skammarlegt, algjörlega skammarlegt eftir 6 ára háskólanám og 13 ára reynslu."
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira