Gríðarlegt álag á héraðsdómstólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 22:35 Alþingi hefur samþykkt lög sem kveða á um að dómarar verði áfram 43 að minnsta kosti til 2015. Þetta er vegna mikils álags á dómstóla landsins. Fimm árum eftir hrun er enn mikið álag á héraðsdómstóla landsins sérstaklega Héraðsdóm Reykjavíkur. Ekki er búist við að álagið minnki í bráð. Enn er talin von á mörgum og þungum málum meðal annars frá embætti sérstaks saksóknara. Því er ekki talin forsemda til þess að fækka dómörum frá því sem nú er. Þetta kemur fram í athugasemdum með nýsamþykktum lögum um dómstóla. Ári eftir hrun samþykkti Alþingi að fjölga dómurum í héraði úr 38 í 43 vegna aukins álags á dómstóla landsins í kjölfar bankahrunsins. Þessi fjöldi dómara var tímabundinn að því leyti að ekki skyldi ráðið í þær stöður sem losnuðu eftir 1. Janúar 2013 þar til fjöldi dómara yrði aftur 38. Í maí í vor gerði dómstólaráð dómsmálaráðuneytinu grein fyrir áhyggjum sínum af áframhaldandi álagi á dómstólunum, sérstaklega Héraðsdómi Reykjavíkur. Var vísað til upplýsinga frá Héraðsdómi Reykjavíkur um að mörg þeirra einkamála sem dómstólar takist nú á við og varði málefni föllnu bankanna eigi sér fá fordæmi. Málin séu flókin og umfangsmikil og kalli á fjölskipaðan dóm. Þá hafi ágreiningsmálum vegna gjaldþrotaskipta fjölgað og séu þau mál mjög þung í vinnslu. Jafnframt sé búist við fjölda mála frá embætti sérstaks saksóknara sem séu flókin og umfangsmikil og bætist þau við mikla aukningu í kynferðisbrotamálum. Var því í bréfi dómstólaráðs lagt til að dómurum yrði fjölgað um tvo til þrjá og að heimildin til að fjöldi dómara væri 43 yrði framlengd að minnsta kosti til ársloka 2015. Alþingi samþykkti í dag að færa þetta í lög. Áætlað er það kosti 86 milljónir á næsta ári að halda óbreyttum fjölda héraðsdómara Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Fimm árum eftir hrun er enn mikið álag á héraðsdómstóla landsins sérstaklega Héraðsdóm Reykjavíkur. Ekki er búist við að álagið minnki í bráð. Enn er talin von á mörgum og þungum málum meðal annars frá embætti sérstaks saksóknara. Því er ekki talin forsemda til þess að fækka dómörum frá því sem nú er. Þetta kemur fram í athugasemdum með nýsamþykktum lögum um dómstóla. Ári eftir hrun samþykkti Alþingi að fjölga dómurum í héraði úr 38 í 43 vegna aukins álags á dómstóla landsins í kjölfar bankahrunsins. Þessi fjöldi dómara var tímabundinn að því leyti að ekki skyldi ráðið í þær stöður sem losnuðu eftir 1. Janúar 2013 þar til fjöldi dómara yrði aftur 38. Í maí í vor gerði dómstólaráð dómsmálaráðuneytinu grein fyrir áhyggjum sínum af áframhaldandi álagi á dómstólunum, sérstaklega Héraðsdómi Reykjavíkur. Var vísað til upplýsinga frá Héraðsdómi Reykjavíkur um að mörg þeirra einkamála sem dómstólar takist nú á við og varði málefni föllnu bankanna eigi sér fá fordæmi. Málin séu flókin og umfangsmikil og kalli á fjölskipaðan dóm. Þá hafi ágreiningsmálum vegna gjaldþrotaskipta fjölgað og séu þau mál mjög þung í vinnslu. Jafnframt sé búist við fjölda mála frá embætti sérstaks saksóknara sem séu flókin og umfangsmikil og bætist þau við mikla aukningu í kynferðisbrotamálum. Var því í bréfi dómstólaráðs lagt til að dómurum yrði fjölgað um tvo til þrjá og að heimildin til að fjöldi dómara væri 43 yrði framlengd að minnsta kosti til ársloka 2015. Alþingi samþykkti í dag að færa þetta í lög. Áætlað er það kosti 86 milljónir á næsta ári að halda óbreyttum fjölda héraðsdómara
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira