Pakka innfluttu kjúklingakjöti inn í íslenskar umbúðir Höskuldur Kári Schram skrifar 6. nóvember 2013 12:16 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að íslenskir innflytjendur leiti fyrst og fremst eftir ódýrasta kjötinu en ekki því besta. Innflutt kjúklingakjöt sé pakkað inn í íslenskar umbúðir og selt á sama verði og kjúklingar sem ræktaðir eru hér á landi. Þetta kom fram í máli þingmanns á Alþingi í gær. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að innflutningsbann íslenskra stjórnvalda á fersku kjöti, mjólk og eggjum gangi gegn ákvæðum EES-samnings. ESA hefur sent íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf vegna þessa. Ásmundur tók málið upp á Alþingi í gær og varaði við óheftum innflutningi á hráu kjöti. „Ég hef velt því fyrir mér hvaða verðmæti fylgja því að búa í landi þar sem búfénaður og annar kvikfénaður er án þeirra sjúkdóma sem herja á nágrannalönd okkar. Mér finnst að við þurfum að hugsa það alvarlega hvort við höfum hlaupið á okkur og ekki staðið í lappirnar þegar þessar reglur riðu yfir okkur eða hvort við höfum ekki verið klár í slaginn þegar við samþykktum þær, hvort slíkt hafi gerst,“ sagði Ásmundur. Ásmundur sagði að á þessu ári væri búið að flytja inn um 1.400 tonn af alifugla-, nauta- og svínakjöti ásamt öðrum tegundum. „Mér er sagt að íslenskir innflytjendur á kjöti leiti eftir ódýrasta kjötinu, ekki því besta, og það sé síðan flutt inn. Kjötið er síðan unnið, jafnvel úrbeinað og þvegið upp úr íslensku vatni, pakkað í íslenskar umbúðir og selt á sama verði og kjúklingar sem eru ræktaðir á Íslandi. Á Íslandi er engin lyfjanotkun í kjúklingarækt; hún er algjörlega hrein, notast er við hreint vatn í hreinu umhverfi. Það sama á ekki við um innflutta kjúklinga,“ sagði Ásmundur. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að íslenskir innflytjendur leiti fyrst og fremst eftir ódýrasta kjötinu en ekki því besta. Innflutt kjúklingakjöt sé pakkað inn í íslenskar umbúðir og selt á sama verði og kjúklingar sem ræktaðir eru hér á landi. Þetta kom fram í máli þingmanns á Alþingi í gær. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að innflutningsbann íslenskra stjórnvalda á fersku kjöti, mjólk og eggjum gangi gegn ákvæðum EES-samnings. ESA hefur sent íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf vegna þessa. Ásmundur tók málið upp á Alþingi í gær og varaði við óheftum innflutningi á hráu kjöti. „Ég hef velt því fyrir mér hvaða verðmæti fylgja því að búa í landi þar sem búfénaður og annar kvikfénaður er án þeirra sjúkdóma sem herja á nágrannalönd okkar. Mér finnst að við þurfum að hugsa það alvarlega hvort við höfum hlaupið á okkur og ekki staðið í lappirnar þegar þessar reglur riðu yfir okkur eða hvort við höfum ekki verið klár í slaginn þegar við samþykktum þær, hvort slíkt hafi gerst,“ sagði Ásmundur. Ásmundur sagði að á þessu ári væri búið að flytja inn um 1.400 tonn af alifugla-, nauta- og svínakjöti ásamt öðrum tegundum. „Mér er sagt að íslenskir innflytjendur á kjöti leiti eftir ódýrasta kjötinu, ekki því besta, og það sé síðan flutt inn. Kjötið er síðan unnið, jafnvel úrbeinað og þvegið upp úr íslensku vatni, pakkað í íslenskar umbúðir og selt á sama verði og kjúklingar sem eru ræktaðir á Íslandi. Á Íslandi er engin lyfjanotkun í kjúklingarækt; hún er algjörlega hrein, notast er við hreint vatn í hreinu umhverfi. Það sama á ekki við um innflutta kjúklinga,“ sagði Ásmundur.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira