Innlent

Dýpka Landeyjarssund vegna síldveiða

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Smábátasjómenn í Stykkishólmi vilja fara um Landeyjarsund.
Smábátasjómenn í Stykkishólmi vilja fara um Landeyjarsund. Fréttablaðið/Pjetur
„Vegna síldveiða er þörf á þessari aðgerð núna,“ segir í tillögu um að dýpka Landeyjasund. Bæjarstjórnin í Stykkishólmi samþykkti tillöguna.

„Þetta er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir smábátasjómenn að geta valið siglingaleiðina í gegnum Landeyjasund. Teljum við rétt að fara í þessar framkvæmdir sem fyrst og bíða ekki eftir að vinnu við fjárhagsáætlun 2014 verði lokið,“ segir í tillögunni. Byggingarfulltrúi á að leita tilboða í verkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×