Hvetja íslenska þingmenn til að hafna vernd fyrir transfólk Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Dunja Mijatovic hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu kveður lagafrumvarp innanríkisráðherra á Íslandi brjóta gegn tjáningarfrelsi og hvetur alþingismenn til að hafna því. Mynd/Öse „Við teljum þessar breytingar vega að tjáningarfrelsi og þrátt fyrir að þeim sé ætlað að vernda minnihlutahópa á aldrei að hefta tjáningarfrelsi,“ segir Gunnar Vrang, talsmaður fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, varðandi frelsi fjölmiðla, í samtali við Fréttablaðið. Fulltrúi ÖSE, Dunja Mijatovic, segir í yfirlýsingu að embættið telji nýtt lagafrumvarp innanríkisráðherra brjóta gegn tjáningarfrelsi og hvetur alþingismenn til að hafna því. Frumvarpið er breytingartillaga á hegningarlögum þar sem gert er refsivert að hæðast að transfólki en áður var því aðeins beint að trúarbrögðum og kynhneigð. Í athugasemdum við frumvarpið segir að markmiðið sé að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa sem eru taldir þurfa á sérstakri vernd að halda. Að auki er frumvarpið samið vegna fyrirhugaðrar fullgildingar á viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot.„Það er hlutverk okkar að bregðast við hvers kyns lagabreytingum hjá ríkjum innan ÖSE sem ógna tjáningarfrelsi borgaranna,“ segir Gunnar aðspurður hvort embættið geri bara athugasemdir við það að transfólki sé bætt við ákvæðið eða hvort hið sama eigi við um lagaákvæðið sem fyrir sé. Þannig geti embættið ekki lagst gegn fyrirliggjandi ákvæði, en geri athugasemdir við breytingartillöguna. Í yfirlýsingunni segir að frelsi til að tjá skoðanir sínar séu grundvallarmannréttindi sem þarf að vernda og megi aðeins skerða ef um er að ræða viljandi og hættulegan áróður fyrir ofbeldi. Jafnvel þótt við teljum ummæli móðgandi, andstyggileg, meiðandi eða ögrandi verði slíkar skoðanir að fá að heyrast.Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78.Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, segir að evrópsk lagahefð sem Ísland er hluti af, sérstaklega hvað varðar mannréttindi, byggi á að hatursfull umræða sem beinist að hópum grafi undan lýðræði. „Það er sérstaklega slæmt að transfólk sem hópur dragist inn í þessa umræðu. Þótt þeir sem hafa tjáð sig um málið hafi ekkert á móti transfólki þá er raunin sú að það verður fyrir miklum fordómum í okkar samfélagi í sínu daglega lífi og þarf síst minna á réttarvernd gegn hatursorðræðu að halda en aðrir hópar, sem taldir eru upp í ákvæðinu sem fyrir er,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
„Við teljum þessar breytingar vega að tjáningarfrelsi og þrátt fyrir að þeim sé ætlað að vernda minnihlutahópa á aldrei að hefta tjáningarfrelsi,“ segir Gunnar Vrang, talsmaður fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, varðandi frelsi fjölmiðla, í samtali við Fréttablaðið. Fulltrúi ÖSE, Dunja Mijatovic, segir í yfirlýsingu að embættið telji nýtt lagafrumvarp innanríkisráðherra brjóta gegn tjáningarfrelsi og hvetur alþingismenn til að hafna því. Frumvarpið er breytingartillaga á hegningarlögum þar sem gert er refsivert að hæðast að transfólki en áður var því aðeins beint að trúarbrögðum og kynhneigð. Í athugasemdum við frumvarpið segir að markmiðið sé að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa sem eru taldir þurfa á sérstakri vernd að halda. Að auki er frumvarpið samið vegna fyrirhugaðrar fullgildingar á viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot.„Það er hlutverk okkar að bregðast við hvers kyns lagabreytingum hjá ríkjum innan ÖSE sem ógna tjáningarfrelsi borgaranna,“ segir Gunnar aðspurður hvort embættið geri bara athugasemdir við það að transfólki sé bætt við ákvæðið eða hvort hið sama eigi við um lagaákvæðið sem fyrir sé. Þannig geti embættið ekki lagst gegn fyrirliggjandi ákvæði, en geri athugasemdir við breytingartillöguna. Í yfirlýsingunni segir að frelsi til að tjá skoðanir sínar séu grundvallarmannréttindi sem þarf að vernda og megi aðeins skerða ef um er að ræða viljandi og hættulegan áróður fyrir ofbeldi. Jafnvel þótt við teljum ummæli móðgandi, andstyggileg, meiðandi eða ögrandi verði slíkar skoðanir að fá að heyrast.Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78.Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, segir að evrópsk lagahefð sem Ísland er hluti af, sérstaklega hvað varðar mannréttindi, byggi á að hatursfull umræða sem beinist að hópum grafi undan lýðræði. „Það er sérstaklega slæmt að transfólk sem hópur dragist inn í þessa umræðu. Þótt þeir sem hafa tjáð sig um málið hafi ekkert á móti transfólki þá er raunin sú að það verður fyrir miklum fordómum í okkar samfélagi í sínu daglega lífi og þarf síst minna á réttarvernd gegn hatursorðræðu að halda en aðrir hópar, sem taldir eru upp í ákvæðinu sem fyrir er,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira